Verð- og skilmálabreytingar 1. ágúst 2024

01. júlí 2024

Þann 1. ágúst 2024 mun Síminn gera breytingar á verðskrá sinni ásamt því að uppfæra almenna viðskiptaskilmála.

imageHero

Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, senda okkur tölvupóst, hringja í 550 6000 eða heimsækja verslanir Símans.

Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.

‍Upplýsingar um breytingar á vörum á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 550 6000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.

FARSÍMI
Gagnakort hækka um 200 kr. og munu kosta 1.100 kr.

HEIMILISPAKKAR
Þægilegi pakkinn hækkar um 200 kr. og mun því 23.200 kr. á mánuði.
Einfaldi pakkinn hækkar um 200 kr. og mun því kosta 14.200 kr. á mánuði.

SJÓNVARP SÍMANS
Síminn Sport mun hætta sem stök áskriftarvara og áskrifendur færast yfir í efnisveituna Sjónvarp Símans Premium en þar má fjölbreytt úrval efnis finna ásamt enska boltanum.

ANNAÐ
Færslugjald netreiknings hækkar um 60 kr. og verður því 300 kr.