Verð- og skilmálabreytingar 1. júní 2023

01. maí 2023

Þann 1. júní 2023 mun Síminn breyta verðum á nokkrum vörum ásamt því að nokkur lönd verða gjaldgeng í Ferðapakkann og reikiverð í öðrum löndum lækkar.

imageHero

Síminn hvetur viðskiptavini sína til að kynna sér þær breytingar sem þá taka gildi. Viðskiptavinum á einstaklingsmarkaði er heimilt að segja upp þjónustu sinni án skaðabóta sætti þeir sig ekki við þessar breytingar.

Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á simiVið hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 550 6000 eða heimsækja verslanir Símans.

Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.

Upplýsingar um breytingar á vörum og skilmálum þeirra á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 550 6000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.

Talsími
Heimasími – Endalaust (VOIP) mun hækka um 600 kr.

Verðbreytingar taka einnig gildi á ýmsri sérþjónustu í talsíma.

Farsími

Áskrift 30 GB mun hækka um 300 kr. og mun því kosta 4.200 kr.
Fjölskyldukort munu hækka um 400 kr. og munu því kosta 3000 kr. og gagnakort í farsíma sem áður voru innifalið með ákveðnum áskriftarleiðum munu nú kosta 800 kr.

Verðskrá fyrir reiki tekur breytingum en verð á reiki í fjölda landa lækkar ásamt því að Ferðapakkinn sem tryggir lægri símakostnað á ferðalögum er nú aðgengilegur í Albaníu, Argentínu, Barein, Belarús, Brasilíu, Gana, Indónesíu, Katar, Kúveit, Marokkó, Moldavíu, Nýja Sjálandi, Palestínu, Púertó Ríkó, Sádi-Arabíu, Serbíu, Singapúr, Síle og Víetnam.

Heimtaug

Línugjald heimtaugar mun hækka um 100 kr. og verður því eftir verðbreytingu 3.990 kr.

Heimilispakkinn

Heimilispakki Símans hækkar um 600 kr. og mun því kosta 17.900 kr. eftir breytingu.

Við viljum benda viðskiptavinum okkar á nýjar áskriftarleiðir, Þægilega og Einfalda pakkann sem mögulega henta einhverjum betur. Í dag þann 1. maí lækkar verð á Einfalda pakkanum um 2.000 kr og hann kostar því nú 12.900 kr. í stað 14.900 kr. áður.

Gagnaflutningur
Viðbótarpósthólf hjá simnet.is póstþjónustu Símans mun hækka um 100 kr. og kosta 300 kr. eftir breytingu. Stækkun á pósthólfi í 30 GB mun hækka um 50 kr. og kosta 1.250 kr.