Verð- og skilmálabreytingar 1. nóvember 2025

01. október 2025

Þann 1. nóvember 2025 mun Síminn gera breytingar á verðskrá sinni ásamt því að uppfæra nokkra skilmála.

imageHero

Við hvetjum viðskiptavini Símans til að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort viðkomandi sé í þeim áskriftarleiðum og þjónustu sem henta best þeirra notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, senda okkur tölvupóst, hringja í 550 6000 eða heimsækja verslanir Símans.

Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.

Upplýsingar um breytingar á vörum á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjalausnum Símans í síma 550 6000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.

INTERNET
Föst IP tala hækkar um 90 kr og mun kosta 1.590 kr eftir breytinguna.

FARSÍMI
Daggjald Ferðapakka hækkar um 150 kr og mun kosta 1.150 kr á dag, samhliða eykst innifalið gagnamagn úr 500 MB í 1 GB á dag.

SJÓNVARP SÍMANS
Breytingar verða á pökkum með erlendum rásum.

  • Heimur - Grunnur hækkar um 240 kr
  • Heimur - Allt hækkar um 90 kr.
  • Heimur - Evrópa hættir og viðskiptavinir færast í Heimur - Allt.

SKILMÁLAR
Skerpt á upplýsingagjöf í skilmálum á einstaklingsmarkaði til samræmis við ýmis réttindi neytenda skv. neytenda- og fjarskiptaregluverki.

Yfirlit yfir allar þjónustu- og verðbreytingar sem munu taka gildi þann 1. nóvember, má nálgast hér að neðan.