Hægt er að hafa samband við okkur og fá ráðgjöf um hvort að þú sért í þeim áskriftarleiðum og þjónustum sem henta best þinni notkun. Hægt er að opna netspjall á siminn.is, hafa samband í gegnum tölvupóst, hringja í 8007000 eða heimsækja verslanir Símans.
Við minnum líka á Þjónustuvef Símans sem veitir öllum viðskiptavinum fulla yfirsýn yfir notkun og áskriftir hvers og eins ásamt Síma appinu sem er aðgengilegt í App Store og Play Store fyrir iPhone og Android síma.
TALSÍMI
Fjölmargar breytingar eru gerðar á símtölum í erlenda heimasíma og farsíma, mismunandi eftir verðsvæðum. Hægt er að sjá þær í nánara yfirliti hér neðst.
Gamlar áskrifarleiðir sem heita Heimasími – 3 GSM yfir koparlínur og ISDN munu hætta og þeir viðskiptavinir sem í þeim eru munu færast yfir í áskriftarleiðina Endalaus heimasími.
FARSÍMI
Sjö sérstakar netáskriftir í farsíma munu leggjast af og viðskiptavinir í þeim áskriftarleiðum munu færast sjálfkrafa í sambærilegar hefðbundnar áskriftarleiðir. Viðskiptavinir munu færast til sem hér segir :
Viðskiptavinur í Netáskrift 1 GB flyst yfir í Áskrift 2 GB.
Viðskiptavinur í Netáskrift 5 GB flyst yfir í Áskrift 10 GB.
Viðskiptavinur í Netáskrift 10 GB flyst yfir í Áskrift 10 GB.
Viðskiptavinur í Netáskrift 50 GB flyst yfir í Áskrift 50 GB.
Viðskiptavinur í Netáskrift 100 GB flyst yfir í Áskrift 150 GB.
Viðskiptavinur í Netáskrift 300 GB flyst yfir í Áskrift Endalaus GB.
Viðskiptavinur í Netáskrift 500 GB flyst yfir í Áskrift Endalaus GB.
Farsímaleiðin Áskrift 1 GB breytist í Áskrift 2 GB og þannig hækkar innifalið gagnamagn um 1 GB í áskriftarleiðinni, og er það innifalið í EES. Áskrift 5 GB breytist í Áskrift 10 GB með 10 GB einnig innifalin innan EES. Áskrift 25 GB er með innifalin 15 GB innan EES.
Breytingar eru á símtölum bæði til og frá frá Sviss, Grænlandi og Sameinuðu arabísku furstadæmunum ásamt SMS skilaboðum og netnotkun. Einnig eru breytingar á símtölum úr farsíma í erlendan talsíma eftir verðsvæðum. Sjá nánar í yfirliti hér.
GAGNAFLUTNINGUR
Línugjald hækkar um 190 kr. og verður því 3.490 kr. eftir breytingar í stað 3.300 kr. áður.
Upplýsingar um breytingar á vörum á fyrirtækjamarkaði er að fá hjá Fyrirtækjaþjónustu Símans í síma 8004000. Einnig er hægt að senda tölvupóst á radgjof@siminn.is.
Nánara yfirlit yfir þær verðbreytingar sem taka gildi þann 1. apríl 2020 má sjá hér.