Verslanir Símans lokaðar í dag
28. október 2025
Til að tryggja öryggi starfsfólks og viðskiptavina verða verslanir Símans í Ármúla og í Smáralind lokaðar það sem eftir lifir dags.

Í ljósi tilmæla lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu verða verslanir Símans í Ármúla og í Smáralind lokaðar það sem eftir lifir dags. Þannig viljum við gæta að öryggi starfsfólks okkar og viðskiptavina og tryggja að fólk komist til síns heima sem fyrst.
Engin áhrif eru hins vegar á þjónustu í síma og á netspjalli. Við hvetjum landsmenn til að fara varlega í vetrarfærðinni!