Þráðlaust net í bústaðinn eða ferðalagið
Græjaðu bústaðinn fyrir sumarið. Þú getur sett upp þráðlaust net fyrir alla fjölskylduna með 4G búnaði sem þú tengir á farsímanet Símans. Þú getur kannað hversu sterkt netsambandið er á ýmsum svæðum á gagnvirku korti af dreifikerfi Símans.
- 4G þráðlaus hneta lítil og handhæg í bústaðinn, bílinn eða ferðalagið. Býr til þráðlaust net fyrir allt að 10 tæki samtímis, hvort sem það er snjalltæki, tölva eða myndlykill.
- 4G beinir frábær leið til að setja upp þráðlaust net þar sem fastlína er ekki til staðar. Tengir við rafmagn og farsímanet og býrð til þráðlaust net fyrir gríðarlegan fjölda tækja.
- 4G loftnet tilvalið fyrir sumarbústaði og afskekkt heimili sem ná ekki nægilega góðu sambandi. Loftnetið er fest upp á þak til að ná betra sambandi og tengt við 4G beini sem býr til þráðlaust net.
Kynntu þér úrval af 4G búnaði í vefverslun - Við bjóðum upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Afhending samdægurs ef þú pantar fyrir kl 12.00.
Sjónvarp Símans á ferðinni
Bjóddu Sjónvarpi Símans með þér í bústaðinn og horfðu í myndlykli eða appi.
- 4K myndlykill þarf ekki að tengja við fastlínu og getur tengst á þráðlausu neti eða í gegnum 4G búnað á farsímaneti. Það er því hægt að tengja hann sem aukamyndlykil á þráðlausa netinu heima eða taka með í bústaðinn eða ferðalagið, tengja við sjónvarp með HDMI tengi og horfa á allt uppáhalds efnið úr Sjónvarpi Símans Premium. Til að nálgast aukamyndlykil er best að hafa samband við okkur í gegnum netspjallið á siminn.is.
- Sjónvarp Símans appið virkar bæði í snjallsímum og spjaldtölvum. Sækja fyrir App Store eða Google Play.
Gagnamagn
Ef þú ert með Heimilispakkann þá getur þú tífaldað gígabætin í farsíma- og 4G netáskriftum fjölskyldunnar. Einnig er hægt að fá 4G gagnakort sem samnýtir gígabætin með farsímaáskriftinni þinni. Við mælum með að fylgjast með gagnanotkun á farsímaneti á Þjónustuvef eða í Símaappinu og breyta ef þörf er á.
Heyrðu í okkur á Netspjallinu hér á siminn.is og fáðu ráðleggingar um hvaða lausnir og búnaður henta best fyrir þig.
Við bjóðum upp á fría heimsendingu á höfuðborgarsvæðinu. Afhendum samdægurs ef pantað er fyrir kl 12.00.