VINÁTTA
Vinátta er sex þátta sjónvarpssería sem er nú komin í Sjónvarp Símans Premium. Í þáttunum skyggnumst við inn í fjölda vinasambanda, allt frá æskuvinum á grunnskólaaldri til eldri borgara. Í hverjum þætti koma nýir viðmælendur og sérfræðingar við sögu og sjónum er beint að ólíkum viðfangsefnum innan vináttunnar.
Fyrsti þáttur - Hvað er vinátta?
Í fyrsta þætti Vináttunnar skyggnumst við inn í sex vinasambönd, en þau mynda einstaklingar allt frá grunnskólaaldri til eldri borgara. Við veltum því meðal annars upp hvernig vinátta hefur þróast gegnum tíðina og hvort við erum nægilega meðvituð um gildi vinatengsla.
Annar þáttur - Er munur á vináttu karla og kvenna?
Í öðrum þætti Vináttunnar hittum við meðlimi hljómsveitarinnar Heimilistóna, leynifélagið Bláa lótusinn sem skipað er miðaldra karlmönnum í Laugardalnum, hóp ungmenna sem kynntist í Hinsegin félagsmiðstöð Samtakanna ’78 og Tjarnarinnar og saumaklúbb sem hverfist um hljómsveitina KIZZ.
Þriðji þáttur - Ást-vinir
Geta þá systkini verið vinir okkar, eða verða þau alltaf bara ættingjar? Hvað með foreldra og börn? Er möguleiki á að með tímanum veri foreldrar og börn meiri vinir í hefðbundnum skilningi þess orðs, eða verðum við alltaf bara börn foreldra okkar? Í öðrum þætti Vináttunnar hittum við fyrir mæðgin, feðgin og tvenn systrapör, annað þeirra eineggja tvíbura.
Fjórði þáttur - Einmanaleiki
Allir hafa einhvern tímann verið einmana og upplifað sig utanveltu. Að búa við einmanaleika til lengri tíma getur haft mikil áhrif á lífsgæði einstaklinga. Hvaða áhrif hefur einelti og útskúfun? Hvernig er sú tilfinning að tilheyra hvergi? Er einmanaleiki meðal eldri borgara á Íslandi stórt vandamál?
Fimmti þáttur - Að missa hluta af sjálfum sér
Að missa vin – hvort heldur vegna ósættis eða andláts – getur haft jafn djúpstæð áhrif á fólk og að slíta ástarsambandi segir Björn Harðarson, sálfræðingur. Í fimmta þætti hittum við vinkvennahóp sem missti eina úr hópnum, vinkonur sem sinnaðist en grófu stríðsöxina og fyrrverandi par sem ákvað að veðja á vinskapinn frekar en ástina.
Sjötti þáttur - Sterkari saman
Hvað er samfélag án samstöðu? Hvað er samfélag án samvinnu? Hvað er samfélag án vináttu? Í sjötta þætti Vináttunnar skoðum við hvaða hlutverki hópar innan samfélagsins gegna. Eru þeir kannski það sem mynda samfélag? Er vináttan kannski lykillinn að farsæld samfélagsins alls?