Við finnum hagstæðustu leiðina fyrir þig.
Vinnuveitendur líta í auknum mæli á fjarvinnu sem komna til að vera. Heimatenging tryggir þér traust samband þar sem þú ert. Nauðsynlegt er að vera með örugga tengingu inn í þau kerfi og gögn sem þarf til að vinna. Þar kemur VPN og Global Protect að góðum notum.
Fyrirtæki geta tengt saman útibú á öruggri nettengingu með Víðneti Símans. Tengja má við hýsingarþjónustur og gagnaver og hver og ein uppsetning er sniðin af þörfum viðskiptavina. Einföld leið til að stoppa DDoS-árásir.
Netglæpum hefur fjölgað mikið síðustu ár. Besta vörnin er að þekkja hætturnar í daglegum störfum og hvað þarf að hafa í huga þegar kemur að því að verja gögn og eignir fyrirtækja.
Þökk sé öflugu farsímakerfi Símans geta viðskiptavinir fengið netsamband yfir 4G. Þjónustutenging í gegnum 4G/5G er hugsuð sem bæði aðal- og varasamband fyrir fyrirtæki.