Við finnum hagstæðustu leiðina fyrir þig.
Einföld, örugg og fljótleg leið til að senda SMS á einstaklinga og hópa. Sendir SMS á allt að þúsund aðila í einu, innlenda sem erlenda. Haltu viðskiptavinum upplýstum um t.d. stöðu á afhendingu og á ný tilboð. Hægt að vista hópa, tímasetja sendingar og tengja þínum tölvukerfum.
Gæðavöktun (e. Cold Chain Management) gerir viðskiptavinum kleift að fylgjast með hitastigi og staðsetningu senda. Örsendum er komið fyrir í vörusendingum sem eru næm fyrir hitastigi á flutningsleiðum. Viðskiptavinur hefur svo aðgang að vefsvæði til að fylgjast með sendingum til að geta brugðist við ef eitthvað óvænt gerist.
Með snjallari bíl fylgist þú með notkun og ástandi bílsins. Bætt aksturslag getur skilað margvíslegum ávinningi, mögulega færri tjónum og lægri rekstrarkostnaði.
Hægt verður að nota 5G til hluta sem áður hentuðu hefðbundnum nettengingum. 5G mun þannig vera umbreytandi afl í framleiðslu, snjallvæðingu borga, sjálfkeyrandi bílum, fjarstýrðum skipum, stýringu vélmenna og fjarheilbrigðisþjónustu.
Aukinn hraði mun einnig gera 5G að raunverulegum valmöguleika fyrir t.d. svæði þar sem ekki er aðgangur að ljósleiðara.