2G og 3G kveðja

Nú styttist óðum í að 2G og 3G kerfunum verði lokað um land allt sem þýðir að búnaður sem styður aðeins 2G eða 3G mun hætta að virka. Því er mikilvægt að þú skiptir þeim tækjum út, því annars átt þú á hættu að missa farsímasamband.

Þetta er í takt við þróun í öðrum löndum og styður við frekari uppbyggingu á nútímalegri kerfum. Meðfylgjandi kort sýnir lokunaráætlun 2G/GSM kerfa landsins næstu vikur, en lokun 3G kerfa hefst í byrjun árs 2026.

Sjá stærra kort

Hvað þarf ég að gera?

Ef þú átt eldri síma, öryggiskerfi, krakkaúr eða önnur tæki sem tengjast við farsímakerfið skaltu athuga hvort þau styðji VoLTE eða 4G og skipta þeim út ef svo er ekki. Þú finnur meiri upplýsingar um tæki sem styðja VoLTE á aðstoðarsíðunum okkar.

Hvers vegna er verið að loka?

2G og 3G kerfin eru komin til ára sinna og standast ekki lengur kröfur nútímans um hraða og öryggi. Lokun kerfanna hefur legið fyrir í nokkurn tíma, en fjallað hefur verið um hana í fréttum og við höfum einnig vakið athygli henni með ýmsum hætti, svo sem með SMS skilaboðum og tölvupóstum til viðskiptavina.

Spurt og svarað

Svör við algengustu spurningum um útfösun 2G og 3G kerfanna og innleiðingu VoLTE. Á aðstoðarsíðunum finnur þú nánari leiðbeiningar og lista yfir tæki sem styðja VoLTE.

Aðstoðarsíður Símans