2G og 3G kveðja

Líkt og komið hefur fram í fjölmiðlum stendur lokun 2G og 3G kerfa yfir um land allt. Þetta er í takt við þróun í öðrum löndum og styður við frekari uppbyggingu á nútímalegri kerfum.

Mikilvægt er að tækjum sem aðeins styðja eldri tækni sé skipt út.

Örugg fjarskipti um land allt

Þau tíðnisvið sem farsímakerfi nota eru takmörkuð auðlind og því þarf að rýma fyrir nýjustu tækni með því að kveðja 2G og 3G kerfin sem bæði hafa þjónað landsmönnum um áratugaskeið.

Nýrri tækni skilar viðskiptavinum Símans betri upplifun með meiri hraða, lægri svartíma og auknu öryggi en eldri kerfin, sem eru að mestu hönnuð fyrir símtöl og SMS-skilaboð, geta illa sinnt nútímaþörfum ásamt því að uppfylla ekki nútímakröfur um öryggi.

Mikilvægt er að viðskiptavinir Símans tryggi að búnaður þeirra sem notar farsímakerfi Símans styðji 4G eða 5G. Ef ekki munu tækin hætta að virka þegar lokað verður fyrir 2G og 3G kerfi Símans.

Síminn hefur byggt upp víðtækt farsímakerfi í fjóra áratugi, allt frá NMT til 5G, kerfi sem tengja saman fólk á bæði sjó og landi á öruggan og fljótlegan máta.

Skoða dreifikerfi Símans

Lokanir framundan:

Á tímabilinu 17.-24. nóvember nk. mun 2G kveðja á svæðinu frá Teygingalæk vestan Skeiðarársands, á Austurlandi og Norðausturlandi, að Tjörnesi við Öxarfjörð. 3G mun svo kveðja á þessu svæði upp úr miðjum janúar 2026.

Spurt og svarað

Svör við algengustu spurningum um útfösun 2G og 3G kerfanna og innleiðingu VoLTE.

Leiðbeiningar til að virkja VoLTE