Vertu áhyggjulaus með Svarhólfi!
Svarhólf eru tilvalin leið til að tilkynna viðskiptavinum þínum breytta opnunartíma eða óvænta lokun!

Ert þú á leið í frí eða framkvæmdir og þarft að loka símanum hjá fyrirtækinu tímabundið?
Þú lest einfaldlega inn stutta kveðju og hún er spiluð í hvert sinn sem hringt er í símanúmerið þitt. Þú getur breytt kveðjunni hvenær sem er með því að hringja í Svarhólfið þitt og lesa inn nýja kveðju. Við bjóðum einnig upp á að lesa inn kveðju fyrir þig gegn vægu gjaldi.