

Hver umferð í Ensku úrvalsdeildinni er tekin fyrir í Vellinum, uppgjörsþætti þar sem Tómas Þór Þórðarson fær reynslubolta eins og Eið Smára Gudjohnsen, Bjarna Þór Viðarsson, Margréti Láru Viðarsdóttur og fleiri sérfræðinga í settið til að tala um allt það helsta í hverri umferð.
Einnig gerum við sérstaka markaþætti þar sem öll mörk hverjar umferðar eru tekin saman ásamt því að við framleiðum sérstaka viðtalsþætti þar sem Tómas Þór hittir gamla leikmenn og goðsagnir og ræðir málin. Þökk sé nánu samstarfi okkar við Ensku úrvalsdeildina munum við svo fá áður óþekktan aðgang að safni þeirra og framleiðslu sem við leyfum öllum að njóta með okkur.