Algeng vandamál við sendingu eða móttöku SMS skilaboða

Algengustu ástæður fyrir vandamálum við sendingu eða móttöku SMS skilaboða

  • Innhólfið (Inbox) eða úthólfið (Outbox) eru fullt
  • Sendandinn nær ekki að senda skeytið og gæti því prófað að senda á annað númer, t.d. á sjálfan sig.
  • Sendandinn gæti verið með rangt númer á SMS-miðstöð. Farðu í Service centre number inni í skilaboðastillingunum Message settings. Númer miðstöðvar á að vera +3548900100 og SMS gerð þarf að vera stillt á: texti message sent as text. Athugið að sumir símar bjóða upp á að senda svarskeyti gegnum sömu SMS-miðstöð og móttekin skeyti komu frá. Mikilvægt er að nota ekki þann valmöguleika heldur skal farsíminn alltaf nota sína eigin SMS-miðstöð fyrir öll SMS skeyti sem eru send.
  • Ef íslenskir stafir í skeyti eru brenglaðir er það sök sendandans á skeytinu. Þetta er algengt ef sendandinn er með Android síma. Þá verður sendandinn að fara í SMS stillingar og breyta innsláttaraðferð úr „GSM stafróf“ yfir í „Sjálfvirkt“.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2