Bandaríkin

Hvaða vandræðum get ég lent í þegar ég ferðast til Bandaríkjanna?

Vegna útfösunar fjarskiptafyrirtækja í Bandaríkjunum á 2G og 3G farsímanetum gætu viðskiptavinir Símans sem staddir eru í Bandaríkjunum orðið varir við truflanir á símtölum. Til að koma í veg fyrir slíkar truflanir þarf handvirkt að tryggja að símtæki velji farsímanet T-Mobile í Bandaríkjunum frekar en AT&T. Alltaf hægt að hringja símtöl í gegnum öpp eins og Messenger, WhatsApp, Facetime, Teams ofl. án truflana.

Hvernig skipti ég á milli fjarskiptaneta í mínu tæki?

iPhone:
  • Farðu í Settings > Mobile Data > Network Selection.
  • Hakaðu úr "Automatic" og þá kemur upp listi af þeim fjarskipanetum sem standa þér til boða.
  • Ef þú ert í Bandaríkjunum þá mælum við með að velja "T-Mobile".
Samsung:
  • Farðu í Settings > Connections > Networks/Mobile Networks/Cellular Networks
  • Veldu "Network Operators". Ef þú ert í Bandaríkjunum þá mælum við með að velja "T-Mobile".
Skýringarmynd1Skýringarmynd2