Ertu að ferðast til Bandaríkjanna?

Hvaða vandræðum get ég lent í þegar ég ferðast til Bandaríkjanna?

Fjarskiptafyrirtækin í Bandaríkjunum eru langt komin með að slökkva á 2G og 3G farsímanetum sínum og vegna þessa gætu viðskiptavinir Símans sem staddir eru í Bandaríkjunum upplifað einhverjar truflanir á símtölum yfir farsímanet. Símtöl yfir öpp eins og Messenger, Facetime, WhatsApp, Teams ofl. verða ekki fyrir áhrifum og eiga að virka eðlilega.

Til að koma í veg fyrir truflanir þarf að notast við VoLTE tækni en þá fer símtalið yfir 4G/LTE kerfi viðkomandi fjarskiptafélags. Ef síminn þinn styður VoLTE mælum við með að tengjast farsímaneti AT&T.

Ef síminn þinn styður ekki VoLTE mælum við með að tengjast neti T-Mobile. Ef þú ert með Frelsis áskrift hjá Símanum mælum við einnig með að velja farsímanet T-Mobile.

Styður tækið mitt VoLTE?

Flestir símar framleiddir 2018 og síðar styðja VoLTE. Ef þú ert ekki viss má leita upplýsinga á heimasíðu framleiðanda eða fá aðstoð hjá þjónustuveri Símans.

Dæmi um tæki sem styðja VoLTE hjá Símanum:
 • Apple iPhone 8 og nýrri útgáfur
 • Samsung Galaxy S10 og nýrri útgáfur
 • Samsung A týpur, þriggja ára og yngri
iPhone símar með stýrikerfi iOS 16 eða nýrra ættu sjálfkrafa að vera með kveikt á VoLTE. Til að kveikja á VoLTE þarf að:
 • Fara í settings
 • Smella á Cellular
 • Tryggja að kveikt sé á Cellular Data
 • Smella á Cellular Data Options
 • Smell á Voice & Data
 • Tryggja að hak sé við 4G/LTE eða 5G Auto/5G On.
 • Ef það er sérstakt VoLTE hak þarf að tryggja að kveikt sé á því.
Fyrir Android tæki:
 • Fara í Settings
 • Smella á Network & Internet eða Connections
 • Smella á Call. Gæti einnig heitið t.d. Cellular Network, Mobile Network eða Mobile Data
 • Smella á Preferred Network Type eða Network Mode
 • Velja 4G/LTE eða 5G og virkja VoLTE/HD Voice eða Enhanced Calling.

Hvernig skipti ég á milli fjarskiptaneta í mínu tæki?

iPhone:
 • Farðu í Settings > Mobile Data > Network Selection.
 • Hakaðu úr "Automatic" og þá kemur upp listi af þeim fjarskiptanetum sem standa þér til boða.
 • Ef þú ert í Bandaríkjunum þá mælum við með að velja "T-Mobile".
Samsung:
 • Farðu í Settings > Connections > Networks/Mobile Networks/Cellular Networks
 • Veldu "Network Operators". Ef þú ert í Bandaríkjunum þá mælum við með að velja "T-Mobile".

Skýringarmynd1Skýringarmynd2