Ég er í Þrennu. Hvernig virkar Reiki í Evrópu?

Viðskiptavinir í Þrennu geta notað símann sinn í EES löndum Evrópu alveg eins og heima á Íslandi en sú breyting varð á þann 1 mars 2021. Endalausar mínútur og sms gilda fyrir símtöl á Íslandi, innan EES og frá EES til Íslands. Innifalið gagnamagn gildir einnig í EES alveg eins og á Íslandi en í takmarkaðan tíma verða engin takmörk sett á netnotkun í EES löndum. Ef hringt er til annarra landa utan EES er mínútuverðið 160 kr. ef viðskiptavinur er staddur í EES landi og þarf að eiga inneign fyrir því.

Einfalt er að fylla á frelsið og fylgjast með notkuninni í Appinu .

Ef viðskiptavinir ferðast til landa utan EES nota þeir útlandaþjónustuna Frelsi í útlöndum. Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í þjónustuna.

Nánari upplýsingar um Þrennu og Þrennu í útlöndum er í skilmálum hér.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2