Ég er í Þrennu. Hvernig virkar Reiki í Evrópu?
Líkt og innanlands þá eru endalausar mínútur og SMS innifalin í Þrennu þegar þú ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES landa. Í Þrennu getur þú notað allt gagnamagnið í mánaðarlegu áfyllingunni þinni innan EES landa en ekki safnamagn. Þú sérð í Símaappinu og á þjónustuvef hversu mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu og einnig í verðskrá Þrennu.
Ef hringt er frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr. og þarf að eiga inneign fyrir því. Hægt að kaupa auka gagnamagn eða inneign sem gildir í EES hér eða í símaappinu.