Síminn Ský gefur þér möguleika á að sjá gögnin sem eru í þessum tengdu þjónustum, en vistar þau ekki. Til þess að hætta að nota Dropbox þarftu að:
- Færa gögnin þín úr Dropbox yfir í Síminn Ský
- Einfaldasta leiðin til þess er að vera með Dropbox forritið og Síminn Ský forritið sett upp á tölvu. Þá þarf bara að færa gögnin úr Dropbox möppunni yfir í Síminn Ský möppuna.
- Ef þú ert ekki með Dropbox forritið og Síminn Ský forritið sett upp á tölvu þá þarf að skrá sig inn á dropbox.com, hlaða niður (download) öllum gögnum í tölvu, skrá sig inn á siminn.is/sky og hlaða upp (Upload) öllum gögnum úr tölvunni. Þegar allt hefur verið vistað er hægt að eyða gögnunum aftur af tölvunni.