Er þak á gagnanotkun í útlöndum?

Vegna kostnaðar sem getur hlotist af því að fara á netið í símanum erlendis er þak á slíkri notkun. Þakið á notkuninni er þrepaskipt og ættir þú að fá SMS skilaboð þegar 80% af því er náð, nema óskað hafi verið eftir öðru.

Hafa ber þó í huga að upplýsingar um gagnanotkun geta verið allt að einnar klukkustundar gamlar þegar þær berast og því möguleiki að reikningur verði hærri en sem nemur þak upphæð. Lokað verður fyrir gagnanotkun þegar eftirfarandi þrepum er náð:

Fyrsta þrep 9.000 kr.
Annað þrep 20.000 kr.
Eftir það er þakið hækkað í 30.000 kr., 45.000 kr og svo framvegis í 15.000 króna þrepum.

Hægt er að hækka þakið með því að hringja í þjónustuver Símans eða senda SMS í númerið 1900 með textanum REIKI. Ekki er hægt að opna fyrir ótakmarkaða reikinotkun, en mögulegt er að festa þak fyrir netnotkun í símanum í ákveðinni upphæð með því að hringja í þjónustuver eða koma í einhverja af verslunum Símans.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2