Android uppsetning í síma
Hafa þarf eftirfarandi upplýsingar við hendina áður en uppsetning hefst:
- Netfang
- Lykilorð
Ef þú manst ekki lykilorðið getur þú farið inn á þjónustuvefinn. Allir viðskiptavinir hafa aðgang en við mælum með innskráningu með rafrænum skilríkjum. Skoða lykilorð á þjónustuvefnum.
Opna Mail
Í valmynd símans velur þú skjátáknið fyrir Mail, og því næst tegund pósthólfsins sem á að setja upp. Í þessu tilviki notum við @simnet.is netfang, þannig að við veljum Other.
Stillingar
Sláðu netfangið þitt inn í Email address reitinn og lykilorðið í Password og veldu því næst Manual Setup til að setja inn stillingar. Byrjaðu á því að finna efsta valmöguleikann POP og breyttu honum í IMAP.
Upplýsingar um póstþjón
Fylltu formið út á eftirfarandi hátt:
- Incoming mail server = postur.simnet.is
- User = Netfangið þitt
- Password = Lykilorðið að pósthólfinu þínu
Svo skaltu velja Next.
Nú þarftu að fylla út Outgoing server settings. Í Android er default stilling fyrir Port Number 25, en fyrir Simnets netföng er Outgoing Port Number 587. Í SMTP server skaltu setja postur.simnet.is og velja því næst Next.
Lokið við uppsetningu
Í reitinn Account Name skaltu slá inn það heiti sem þú vilt gefa pósthólfinu þínu og nafið sem þú vilt að birtist þegar þú sendir póst undir Your name. Smelltu svo á Finish Setup.
Nú ætti pósthólfið hjá þér að opnast ef allar stillingar hafa verið rétt uppsettar.
Pósthólfið opnað
Til að opna pósthólfið er smellt á skjátáknið á forsíðu símtækisins.
Viltu setja upp fleiri netföng
Ef þú vilt hafa fleiri netföng uppsett á símtækinu endurtekur þú ferlið hér að ofan.