Til að koma í veg fyrir óvæntan kostnað hjá viðskiptavinum okkar þá er Síminn hættur að bæta gagnamagni sjálfvirkt við farsímaáskriftir ef innifalið gagnamagn klárast.
Þess í stað getur þú valið um að auka gagnamagnið eða fá hraðahindrun út mánuðinn. Með hraðahindrun þá hægist á netinu en enginn auka kostnaður bætist við. Þegar gagnamagnið er að klárast sendum við SMS og tölvupóst þar sem hægt verður að velja að auka innifalið gagnamagn.
Ef heimilið er með Heimilispakka Símans er hægt að tífalda gagnamagnið í farsíma heimilisins án aukakostnaðar.
Smelltu hérna ef þú vilt fara á þjónustuvefinn til að bæta við gagnamagni.