Hvað er hraðahindrun?
Til að koma í veg fyrir óvæntan kostnað hjá viðskiptavinum okkar, þá setjum við hraðahindrun á númerið í stað þess að bæta sjálfvirkt við meira gagnamagni þegar innifalið gagnamagn klárast. Það hægist verulega á netinu á meðan hraðahindrun er virk, en þú getur bætt við auka gagnamagni hvenær sem er til að fá fullan hraða.
Þegar gagnamagnið er að klárast sendum við þér SMS og tölvupóst og þú getur valið hvort þú viljir bæta við gagnamagni eða lenda í hraðahindrun þegar gagnamagnið klárast.