Hvað geri ég þegar ég er komin með 5G lánsbúnaðinn í hendurnar?

Byrjaðu á að setja netbeinin í samband við rafmagn og kveikja á honum.

Hinkraðu í smá stund á meðan beinirinn ræsir sig og nær sambandi. Grænt ljós merkir gott 4G/5G samband, en ef ljósið er gult eða rautt skaltu prófa að færa beininn til. Best er að staðsetja hann í opnu rými, en ef farsímasamband er slæmt á heimilinu gæti hjálpað að hafa beininn nær glugga.

Næst getur þú tengt tækin þín við beininn! Þú finnur WiFi nafn og lykilorð prentað á límmiða undir tækinu.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2