Hvað gerist fyrir gögnin mín ef ég dey?

Ef einhver notandi með Síminn Ský deyr, geta erfingjar haft samband við Símann til að fá afhent gögn þess látna. Síminn virðir friðhelgi notenda umfram allt. Þess vegna getur tekið smá tíma að fá gögnin afhent þar sem tryggt þarf að rétt gögn séu afhent réttum aðilum. Síminn getur hafnað beiðni um að fá afhent gögnin ef svo á við. Gögnin eru einungis afhent eftir ítarlega skoðun þar sem mikilvægast er að gæta þess að gögn notenda séu örugg og einkaeign notandans.

Til að óska eftir gögnum hins látna þarf að framvísa vottorði sem sýnir að

  • notandi sé í raun látinn
  • sá sem fær gögnin sé sá sem sér um dánarbúið og hafi lagalegan rétt til þess að fá gögnin
  • nafn, kennitala, heimilisfang og netfang þess sem óskar eftir gögnunum

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.