Hvað gerist þegar prufutímabilinu lýkur og ég vil ekki kaupa aðgang að þjónustunni?

Allir notendur sem skrá sig í þjónustuna fá að prófa hana gjaldfrjálst úr árið 2020. Þá verður viðskiptavinum boðið að kaupa aðgang að þjónustunni. Við sendum þér tölvupóst þegar að því kemur.  

Ef þú vilt ekki kaupa aðgang að Síminn Ský þá er það ekkert mál. Þú getur haldið áfram að nota þjónustuna en áskriftin breytist úr ótakmörkuðu geymsluplássi í 10 GB geymslupláss.
Ef ég var með 150GB af gögnum og ég fer niður í 10GB leið. Hvað verður um þessi 140GB af gögnum?

Ef þú ert að vista meira en 10 GB af gögnum þá mun Síminn Ský ekki geta uppfært gögnin sem vistuð eru né bætt við nýjum gögnum sjálfkrafa eins og nýjum ljósmyndum úr símanum þínum.  

Ef þú vilt hætta alveg að nota þjónustuna þá er það ekkert mál. Þú hleður niður gögnunum í tölvu á einfaldan hátt, lætur okkur vita og við eyðum reikningnum. Sjá nánar í kaflanum um „Uppsögn“.  

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.