Hvað kostar símtalsflutningur?

Þú getur flutt hringingar sem berast í númerið þitt í annað númer hvar sem er á landinu: í heimilissíma, farsíma, talhólf eða svarhólf. Við símtal gegnum hringiflutning eiga sér stað tvö símtöl. Sá sem hringir í númer með flutningi greiðir fyrir símtal í það númer en eigandi númersins sem flutt er úr greiðir fyrir flutninginn, nema flutt sé í talhólf.

Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma öðrum en hjá Símanum fellur aldrei undir innifalda notkun í áskriftarleið sem dæmi: Hringiflutningur úr farsíma í heimasíma eða í farsíma (ekki hjá Símanum) kostar alltaf upphafsgjald + mínútuverð og það er rukkað fyrir hverja mínútu sem símtalsflutningurinn á sér stað. Það kostar 0 kr. að flytja símtöl á milli farsíma þegar bæði númerin eru hjá Símanum. Sjá nánar í verðskrá.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2