Hvernig breyti ég Spotify Premium í Spotify Family áskrift og öfugt?

Til þess að breyta á milli Spotify Premium standalone áskriftar og Spotify Family áskriftar þarf að byrja á því að segja upp áskriftinni sem er virk.

Ef þú ert með áskrift greidda hjá Símanum:
Uppsögn á áskrift er hægt að framkvæma á þjónustuvef einstaklinga undir þeirri kennitölu sem er skráð fyrir áskriftinni.

Ef þú ert með áskrift greidda hjá Spotify:


1. Skráir þig inn á Spotify reikninginn þinn inn á www.spotify.com.
2. Smellir á Subscription undir menu vinstra megin á síðunni.
3. Smellir á CHANGE OR CANCEL.
4. Smellir á CANCEL PREMIUM.
5. Smellir á YES, CANCEL. Síðan birtir núna upplýsingar varðandi það hvenær núverandi áskrift rennur út.

Þar næst þarf að bíða þangað til uppsögnin gengur í gegn, sá tími getur verið mismunandi. Tímabil áskriftar miðast við þá dagsetningu sem fyrstu kaup áttu sér stað, s.s. ef þú kaupir áskrift 15.01.19 þá er áskriftin virk til 15.02.19. Ef þú kaupir áskrift 15.01.19 og segir henni upp 17.02.19 þá er áskriftin virk til 15.03.19.

Að þeim tíma loknum þarf að fara aftur í gegnum hefðbundið virkjunarferli á Spotify.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2

Þjónusta
Verð
Annað
No items found.