Hvernig fer símafundurinn fram?

Hægt er að boða allt að fjórtán gesti til símafundar og jafnframt tengja saman mismunandi fundi. Hámarkslengd símafundar er 180 mínútur og fá fundarmenn tilkynningu fimm mínútum áður en fundinum lýkur.

  • Til að koma fundinum á þarf að ákveða fundartíma og 7 stafa fundarnúmer (til dæmis símanúmer sitt), og dreifa þessum upplýsingum til fundarmeðlima.
  • Ekki þarf að stofna fundinn sérstaklega, heldur hringja allir fundargestir í 755 7755 á tilsettum tíma, og verður fundurinn til í kerfinu við það að fyrsti þátttakandinn hringi inn.
  • Talvél svarar og biður um fundarnúmer, ákveðið af fundarstjóra.
  • Þátttakandi slær inn fundarnúmer fundarins á takkaborð símans.
    Þátttakandi fær samband við fundinn.
  • Talvélin tilkynnir um nýjan þátttakanda.
  • Þátttakandi yfirgefur fundinn með því að leggja á.
  • Hægt er að koma aftur á fundinn með því að hringja aftur í 755 7755 og slá inn fundarnúmerið.
Skýringarmynd1Skýringarmynd2