Hvernig tengist ég þráðlausu neti?
Til að geta tengst þráðlausu neti þarftu þráðlaust netkort og beini sem styður þráðlaust samband.
Allir þráðlausir beinar senda frá sér svokallað SSID sem er einkennismerki þess beinis sem við á. Hægt er að sjá hvaða einkennismerki þinn beinir hefur með því að skoða undir hann. Beinar frá Símanum eru læstir með svokölluðum WEP-öryggislykli. Hægt er að finna hann undir beininum við reit sem heitir WEP (hex). WEP-lykill er í flestum tilfellum 10 stafir og inniheldur ávallt tölustafi frá 0 til 9 og bókstafi frá A til F.