Í langflestum tilfellum þarf ekki að hafa sérstaklega fyrir því að tengjast þjónustuaðila erlendis og þarf eingöngu að kveikja á símtækinu eða taka það af airplane mode þegar komið er á áfangastað.
Ef þú hinsvegar lendir í vandræðum og símtækið þitt nær ekki sambandi við þjónustuaðila þegar kveikt er á símanum getur verið að velja þurfi þjónustuaðila handvirkt.