Nýtt heimasímakerfi, hvað þýðir það?

Með nýju heimasímakerfi (e. VoIP) verður heimasíminn tengdur yfir netið þ.e.a.s. símtalið verður flutt yfir internettengingu í stað hefðbundinnar línutengingar. Allir viðskiptavinir sem eru á gamla kerfinu okkar (e. PSTN) og vilja halda sínu heimasíma geta valið:

  • Heimasíma tengdan við hefðbundinn netbeini.
  • Heimasíma með föstum hringiflutning í farsíma.
  • Farsíma.

Ef þú ert með fyrirtæki eru nokkrar leiðir í boði eða:

  • Símavist, IP kerfi Símans, a) á IP tengingu eða xDSL b) yfir 4G netbeini.
  • Borðsími tengdur við hefðbundinn netbeini.
  • Borðsími með föstum hringiflutning í farsíma.  
  • Farsími.

Ef þú hefur fengið bréf um að það eigi að loka númerinu þínu er mikilvægt að hafa strax samband við okkur í Netspjalli, í síma 5506000 eða koma í næstu verslun og við aðstoðum þig við að finna leiðina sem hentar best.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2