Slökktu á auðkenni

Til að auka öryggi þráðlausa netsins er mögulegt að slökkva á auðkenni þráðlausa netsins. Þetta er gert með eftirfarandi aðgerðum í þessari röð:

  • Tengdu tölvuna með snúru við beini.
  • Sláðu inn slóðina 192.168.1.254
  • Skráðu tölvuna inn á beini með notandanafninu admin og lykilorði admin.
  • Smelltu á Home Network.
  • Smelltu á WLAN.
  • Efst uppi hægra meginn er smellt á Configure.
  • Taktu hakið úr Broadcast Network Name.
  • Smelltu á Apply.

Þegar tengja á þráðlausa netið aftur eftir þessa aðgerð þarf að tengja það handvirkt með því að smella á Setup á Wireless Network og setja þar handvirkt inn SSID og aðgangsorðið að tengingunni.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2