Uppsetning á svarhólfi

Þegar verið er að setja upp svarhólf í fyrsta skipti þarf að velja lykilnúmer og lesa inn svarhólfskveðju.

 • Hringja í viðeigandi svarhólfsnúmer 878-xxxx og ýta strax á # þegar svarað er.
 • Beðið er um fjögurra stafa lykilorð. Þegar svarhólf er sett upp í fyrsta skipti er lykilorðið 9999.
 • Þar sem svarhólfið er ekki uppsett gefst tækifæri til að lesa inn kveðju. Kveðjan má vera að hámarki 60 sekúndur.
 • Slá inn # að lestri loknum.
 • Hlusta á kveðjuna.
 • Til að samþykkja þessa kveðju, veldu kassa (#) eða einn (1)1 til að endurtaka upptöku.
  Næst þarf að velja lykilorð, 4 tölustafi.
 • Eftir að lykilorðið er slegið inn þarf að staðfesta með því að slá það aftur inn.
  Nýja lykilnúmerið er lesið upp.

Nú er uppsetningu lokið.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2

Þjónusta
Verð
Annað
No items found.