Virkar Þrenna í útlöndum?

Allir viðskiptavinir í ÞRENNU sem eru eldri en 18 ára eru ávallt sjálfkrafa skráðir í þjónustuna Þrenna í útlöndum sem er eftirágreidd þjónusta. Á meðan viðskiptavinur er staddur erlendis og nýtir Þrennu í útlöndum geymist inneignin óhreyfð á Íslandi.

Viðskiptavinir yngri en 18 ára þurfa að skrá sig sjálfir í Þrennu í útlöndum á Þjónustuvef eða hringja í 8007000 þar sem ávallt þarf eldri einstakling en 18 ára til að ábyrgjast eftirágreiddu notkunina erlendis. Að skrá sig í þjónustuna er gjaldfrjálst. Einungis er greitt fyrir þá notkun sem fellur til þegar viðskiptavinur er staddur erlendis.

Reiki í Evrópu (RE) virkar fyrir Þrennu í útlöndum. Innifalið í þjónustunni þegar þú ert í EES löndum eru endalausar mínútur og sms hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES landa. Innifalin eru 5 GB á mánuði til notkunar innan EES landa. Á meðan viðskiptavinur er staddur erlendis og nýtir Þrennu í útlöndum geymist gagnamagnið í Frelsinu óhreyft á Íslandi.

Við mælum með að viðskiptavinir sem ferðast utan Evrópu skrái sig í Ferðapakkann sem er frábær leið til að lækka símkostnað á ferðalögum. Virkjaðu Ferðapakkann með því að senda textann “ferdapakki” í númerið 1900 og hann virkjast um leið og þú tengist þjónustuaðila í landinu.

Þú getur alltaf haft samband við netspjallið og þjónustufulltrúa okkar í 8007000.

Skýringarmynd1Skýringarmynd2
This is some text inside of a div block.
This is some text inside of a div block.