Síminn er rótgrótið íslenskt vörumerki sem veitir heildstætt framboð fjarskipta ásamt afþreyingu fyrir heimili og fyrirtæki. Á bak við einkennisorð Símans „Þú getur meira með Símanum“ liggur sú sannfæring að viðskiptavinir fái gæði og aukið virði hjá Símanum.
Við viljum veita öllum framúrskarandi þjónustu, skapa frábært vinnuumhverfi með traustu og reynslumiklu starfsfólki sem saman byggir öruggt og traust fjarskiptakerfi sem þjónar landsmönnum öllum.
Merkið er iðulega notað hvítt á ljósbláum fleti eða hvítt ofan á mynd.
Einnig má nota merkið í ljósbláa litinum en merkið verður að skara fram úr bakgrunni.
Merkið er til í 3 útgáfum