Síminn er leiðandi fjarskiptafyrirtæki á Íslandi. Við teljum það ábyrgð okkar að starfsemi fyrirtækisins og þjónusta skili sér í sem mestum ávinningi fyrir einstaklinga og fyrirtæki, umhverfið og samfélagið allt.
Það er stefna Símans að huga að sjálfbærni í hvívetna og tryggja að markmið séu mælanleg og að væntingar til árangurs í sjálfbærni séu skýr fyrir starfsfólki Símans, viðskiptavinum, birgjum, hluthöfum og öðrum.
Síminn er stofnaðili Festu, miðstöð um sjálfbærni. Félagið fékk jafnlaunavottun árið 2018, fyrst allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi.