Síminn leitar að hressum einstaklingum til að ganga til liðs við öflugan hóp starfsfólks í þjónustuveri fyrirtækisins. Um ræðir spennandi starf sem felur í sér þjónustu og ráðgjöf til viðskiptavina okkar. Þjónustufulltrúar Símans eru úrræðagóðir, veita framúrskarandi þjónustu og leitast við að koma til móts við þarfir og væntingar viðskiptavina. Við leitum að aðilum með brennandi áhuga á tækni, með framúrskarandi þjónustulund og metnað við að leysa mál í fyrstu snertingu.
Um 100% starf í vaktavinnu er að ræða og er opnunartími þjónustuvers frá 9-20 alla virka daga og 11-19 um helgar.
Hæfniskröfur:
- Einstök samskiptahæfni og þjónustulund
- Tækniáhugi
- Sjálfstæði í vinnubrögðum
- Áhugi fyrir að læra nýja hluti
- Jákvætt viðhorf og geta til að stuðla að góðum liðsanda
- Áreiðanleiki og stundvísi
Annað:
- Umsækjendur þurfa að hafa náð 18 ára aldri
Um 100% starf er að ræða og þurfa viðkomandi aðilar að geta hafið störf fljótlega.
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta og afþreyingar sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar. Hjá okkur hefur þú aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki.
Umsóknarfrestur er til og með 13. október 2023.
Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.
Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við öll kyn til að sækja um.