Laus störf

Verslunarstjóri

Við leitum að öflugum einstaklingi í starf verslunarstjóra. Leitað er að metnaðarfullum, hugmyndaríkum og skapandi aðila með reynslu af verslunarrekstri. Viðkomandi þarf að búa yfir framúr skarandi samskiptahæfileikum og hafa brennandi áhuga á sölu og þjónustu. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni

 • Starfsmannahald, ráðningar og vaktaskipulag
 • Þjálfun starfsfólks og úthlutun verkefna
 • Þátttaka í markaðsmálum og skipulagningu viðburða
 • Uppgjörsvinna, birgðastjórnun, gerð verkferla og áætlana
 • Umsjón með lager ásamt afgreiðslu í verslun eftir þörfum

Menntun og hæfni

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Umtalsverð reynsla af verslunarrekstri æskileg
 • Góð almenn tölvuþekking og þekking á SAP er kostur

Persónulegir eiginleikar

 • Góðir stjórnunar- og skipulagshæfileikar
 • Sjálfstæð og skipulögð vinnubrögð
 • Þjónustulund og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Árangursdrifni, frumkvæði og drifkraftur
 • Áreiðanleiki, sveigjanleiki og stundvísi

Umsóknarfrestur er til og með 8. ágúst næstkomandi.

Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni. Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Fræðslusérfræðingur

Við leitum að drífandi einstaklingi í starf fræðslusérfræðings. Viðkomandi þarf að hafa brennandi áhuga á fræðslumálum sem og umtalsverða reynslu af slíku starfi. Fræðslusérfræðingur verður hluti af mannauðsteymi Símans og vinnur þannig að fjölbreyttum verkefnum sem snúa helst að þjálfun starfsfólks auk annarra mannauðstengdra verkefna.

Helstu verkefni

 • Þarfagreining
 • Skipulagning og utanumhald fræðslu
 • Þróun rafrænnar fræðslu
 • Hönnun og gerð fræðsluefnis
 • Mælingar á árangri fræðslu
 • Önnur mannauðstengd verkefni

Menntun og hæfni

 • Háskólamenntun sem nýtist í starfi æskileg
 • Reynsla af sambærilegu starfi skilyrði
 • Reynsla af gerð og hönnun fræðsluefnis skilyrði
 • Þekking og reynsla af Eloomi fræðslukerfinu er mikill kostur

Persónulegir eiginleikar

 • Frumkvæði og drifkraftur
 • Framúrskarandi samskiptahæfni og lipurð í mannlegum samskiptum
 • Skipulagshæfileikar og sjálfstæð vinnubrögð

Umsóknarfrestur er til og með 15. ágúst næstkomandi.

Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um, óháð kyni. Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

Almenn umsókn

Hefur þú áhuga að starfa hjá Símanum?
Við leitum að aðila sem:
 • Hefur góða samskiptahæfni og þjónustulund
 • Sýnir frumkvæði
 • Er stundvís
 • Hefur áhuga á að læra nýja hluti

Annað:
 • Stúdentspróf eða sambærileg menntun er æskileg
 • Umsækjendur þurfa að hafa náð 20 ára aldri

Hafir þú áhuga að starfa fyrir Símann, sendu ferilskrá og kynningarbréf til okkar.

Sækja um
Sækja um
Sjá meira

@siminnisland

Teymið

Alexander Kostic
Alexander Kostic
Sölustjóri miðla
Gunnar Ingi Hansson
Gunnar Ingi Hansson
Forstöðumaður auglýsingasölu og rannsókna
Gunnar Jóhannsson
Gunnar Jóhannsson
Sölustjóri miðla
Kristinn Geir Guðmundsson
Kristinn Geir Guðmundsson
Sölustjóri miðla
Kári Jónsson
Kári Jónsson
Sérfræðingur
Oddur Bogason
Oddur Bogason
Sölustjóri miðla
Rakel Mist Einarsdóttir
Rakel Mist Einarsdóttir
Birtingastjóri
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sigrún Emma Björnsdóttir
Sérfræðingur
Stefán Hirst Friðriksson
Stefán Hirst Friðriksson
Sölustjóri miðla
Ólafur Valur Mikumpeti
Ólafur Valur Mikumpeti
Sölustjóri miðla

Skil á Sjónvarpsauglýsingum

Sjónvarpsauglýsingum skal skilað í háskerpu samkvæmt eftirfarandi staðli:

 Mynd

 • Format/wrapper: MXF OPl  a
 • Video codec: XDCAM HD 4:2:2
 • Pixlafjoldi: 19 20 X 1080
 • Bitafjöldi: 50 Mbps
 • Rammafjöldi: 25 fps
 • Fielda-röðun: Upper first
 • Aspect: Square Pixels (1.0)
 • Start TC: 00:00:00:00

Hljóð

 • Þjöppun: Engin (uncompressed)
 • Tíðni: 48 kHz
 • Rásir: 2, stereo
 • Dýpt: 24 bit
 • Peak: -9 dBFS

Sjónvarpsauglýsingum skal skilað á FTP svæði Símans.

Hafið samband við spots@siminn.is fyrir nánari upplýsingar

Skil á skjáauglýsingum

Skjáauglýsingar sendist á spots@siminn.is. Mynd skal vera viðhengi við póstinn og fylgja eftirfarandi staðli:

Mynd

 • Skjal: JPG, Maximum quality, RGB, 8 bit
 • Stærð: 1920 x 1080 pixels
 • Upplausn: 72 ppi
 • Spássía: Gott er að gera ráð fyrir 10 - 20% spássíu.

Skjáauglýsingum þarf að fylgja texti sem lesa á með myndinni. Hver skjáauglýsing er 8 sekúndur og gera þarf ráð fyrir því við textagerðina.

Stillingar fyrir Photoshop:
Stillingar fyrir Photoshop

Skil á pásuauglýsingum

Pásuauglýsingun skal skila á spots@siminn.is. Mynd skal vera viðhengi við póstinn og fylgja eftirfarandi staðli:

 • Skjal: JPG, Maximum quality, RB, 8 bit
 • Stærð: 310 x 400 pixels
 • Upplausn: 72 ppi