Hæfni og reynsla
- Háskólamenntun á sviði tölvunarfræði eða sambærilegu er skilyrði
- Þekking og reynsla af C#, ASP.NET Core og MSSQL er æskileg
- Reynsla af skýjalausnum Azure og AWS er kostur
Persónulegir eiginleikar
- Frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð
- Lausnamiðuð hugsun
- Færni í samskiptum og gott viðmót
- Jákvæðni og drifkraftur
Umsóknarfrestur er til og með 29. júní næstkomandi.
Síminn er traust og framsækið fyrirtæki á sviði fjarskipta, afþreyingar og fjártækni sem vill laða til sín framúrskarandi starfsfólk. Við leggjum áherslu á sterka liðsheild, hvetjandi starfsumhverfi og tækifæri til starfsþróunar og vaxtar. Við bjóðum upp á aðgang að framúrskarandi mötuneyti, fyrsta flokks kaffihúsi ásamt frábæru samstarfsfólki.
Fyrirspurnum skal beint á netfangið mannaudur@siminn.is.
Í anda jafnréttisstefnu Símans hvetjum við alla til að sækja um; óháð kyni.