Við minnkum fjarlægðir

Fjarskipti minnka fjarlægðir og tengja okkur við umheiminn, og við höfum tengt Íslendinga við umheiminn í 90 ár.

Hvort sem þú ert á leið í sólina, borgarferð eða þarft að hringja til útlanda mælum við með að skoða verðskrána, Ferðapakkann sem getur lækkað kostnað í útlöndum og Roam Like Home.

+
Tegund notkunar Upphafsverð Verð
Hringt í erlendan heimasíma25 kr.40 kr.
Hringt í erlendan farsíma25 kr.80 kr.
SMS í erlent símanúmer25 kr.0 kr.
Mínútupakkar í boði
1.000 kr./mán.500 mínútur og SMSVirkja pakka
2.000 kr./mán.2000 mínútur og SMSVirkja pakka

Ódýrari mínútur til útlanda

Hringir þú mikið erlendis? Við bjóðum upp á ódýrari míntútur til ákveðinna landa þegar hringt er frá Íslandi. Hægt er að velja á milli 500 mínútna og SMS á 1.000 kr. eða 2000 mínútna og SMS á 2.000 kr. á mánuði. Eftirtalandi lönd eru innifalin.

Austurríki, Ástralía, Bandaríkin, Belgía, Bretland, Búlgaría, Danmörk, Eistland, Finnland, Frakkland, Færeyjar, Gíbraltar, Grikkland, Grænland, Guadeloupe, Holland, Hong Kong, Indland, Írland, Ísrael, Ítalía, Japan, Kanada, Kína, Króatía, Kýpur, Lettland, Liechtenstein, Litháen, Lúxemborg, Malta, Martinique, Noregur, Nýja-Sjáland, Portúgal, Pólland, Réunion, Rúmenía, Singapúr, Slóvakía, Slóvenía, Spánn, Sviss, Svíþjóð, Tæland, Tævan, Tékkland, Ungverjaland, Þýskaland

illustration image
illustration image

Besti ferðafélaginn

Í samstarfi við nærri 500 fjarskiptafyrirtæki í 193 löndum sjáum við til þess að þú sért í sambandi heimsálfa á milli.

Roam Like Home

Innan ESB/EES notar þú símann rétt eins og heima því „Roam like Home“ gildir. Innifalið gagnamagn er þó breytilegt eftir áskriftum og sést á þjónustuvef Símans og í appinu.

Ferðapakkinn

Ertu að ferðast utan ESB/EES landa? Með Ferðapakkanum greiðir þú 1.150 kr. á dag og færð 1 GB, ótakmörkuð SMS og símtöl á 12 kr. mín til landa innan pakkans. Þú virkjar Ferðapakkann á þjónustuvef Símans.

Voice over WiFi

VoWiFi hjálpar þér að ná niður kostnaði. Þegar þú hringir með VoWiFi fer símtalið yfir þráðlaust net og þau gjaldfærð eins og hefðbundin símtöl frá Íslandi.

VoLTE

Vertu viss um að síminn þinn styðji VoLTE því annars getur þú upplifað sambandsleysi erlendis þar sem fjarskiptafélög hafa slökkt á 2G og 3G kerfum sínum.

Spurt og svarað!

Ertu á leiðinni í ferðalag? Hér finnur þú svörin við algengustu spurningunum.

Algengar spurningar

Mikilvægt er að tryggja að síminn styðji nýrri tækni því annars getur þú upplifað sambandsleysi. Fjarskiptafyrirtæki víða um heim eru farin að slökkva á 2G og 3G kerfum sínum sem þýðir að eldri tæki sem ekki styðja nýrri tækni ná engu sambandi. Símtækið verður að styðja VoLTE til að geta hringt símtöl og tekið við þeim og 4G/5G til að ná gagnasambandi.

Líkt og innanlands þá eru endalausar mínútur og SMS innifalin í farsímaáskriftinni þegar þú ert í Reiki í Evrópu landi hvort sem þú hringir í íslensk númer eða í númer innan EES-landa. Þú getur séð hve mikið gagnamagn þú getur notað í Reiki í Evrópu í Símaappinu og á þjónustuvef. Ef innifalið gagnamagn í EES klárast greiðir þú 0,28 kr fyrir hvert 1 MB. Það þýðir að 1 GB kostar 287 kr. Ef þú hringir frá EES til landa utan EES er upphafsgjaldið 17 kr. og mínútuverðið 160 kr.