Sjónvarp Símans Premium óháð neti

Get ég verið með aukamyndlykil ?

Nei því miður er það ekki hægt

Get ég keypt aðgang að fleiri rásum (Evrópa-Allt)?

Því miður er það ekki hægt að svo stöddu.

Get ég séð Stöð2 Maraþon þættina mína?

Er RUV frelsi í Sjónvarpi Símans óháð neti?

Get ég séð Stöð2 í Sjónvarpi Símans óháð neti?

Já, áskrifendur Stöðvar 2 geta horft á hana í Sjónvarpi Símans óháð neti, sem og Stöð2 Sport og Stöð2 Sport2.

Hvaða rásir eru í Sjónvarpi Símans óháð neti?

RUV, Sjónvarp Símans, N4 og Hringbraut. Hægt er að bæta við áskriftina, Heimur Grunnur, en í þeim pakka eru 12 erlendar rásir.

Er tímaflakk í Sjónvarpi Símans óháð neti?

Já, það eru 48 tímar.

Hvað þarf ég til að tengjast?

Myndlykilinn er hægt að nota á öllum internet tengingum (3/4G, ADSL, VDSL og Ljósleiðari) sem á annað borð styðja streymi.  SagemCom myndlyklarnir styðja bæði 2,4 og 5 GHz, þannig að hægt er að tengja þá hvort heldur sem er með ethernet eða með wifi. Laust HDMI port á sjónvarpi.