Til að virkja Úræði þarft þú Apple Watch úrið þitt og farsímann þinn. Mikilvægt er að farsímanúmerið þitt sé skráð í Áskrift, því Úræði virkar ekki í Frelsi eða Þrennu. Við mælum með að endurræsa símann áður en þú hefst handa við uppsetningu og passa upp á að þú sért með nýjustu uppfærslu í bæði úrinu og farsímanum.
Opnaðu Watch appið í símanum þínum
Veldu úrið þitt og ýttu á Mobile Data -> Set Up Mobile Data
Þar næst skráir þú inn notendanafn og lykilorð
Notendanafn og lykilorð er það sama og inn á Þjónustuvef Símans. Ef þú manst ekki lykilorðið þitt getur þú fengið það sent með því að slá inn kennitöluna þína hér.
Nú getur þú klárað skráninguna í Apple Watch appinu í símanum með því að fylgja skrefunum sem koma upp og byrjað að njóta!