Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Þú getur meira með SímanumÞú getur meira með Símanum

Ársskýrsla 2018

Traustur bakhjarl íslenskra heimila og atvinnulífs.

Samstæðan

Fjarskipti efla og auðga lífið.

Viðtal við stjórnarformann
Samstæðan

Framúrskarandi þjónustufyrirtæki

Síminn á sér djúpar rætur í íslensku samfélagi og er eitt reynslumesta fyrirtæki landsins. Síminn gerir viðskiptavinum sínum, bæði einstaklingum og fyrirtækjum, mögulegt að eiga samskipti á einfaldan og hagkvæman hátt á hverjum einasta degi. Fyrirtækið eflir samskipti og fjölbreytni í afþreyingu með fjarskiptum.

Síminn er móðurfélag innviðafélagsins Mílu og upplýsingatæknifélagsins Sensa með það helsta markmið að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki.

Góður árangur í sterkri samkeppni
Viðtal við stjórnarformann

Góður árangur í sterkri samkeppni

Bertrand Kan

Rekstur Símans gekk vel á árinu 2018 þrátt fyrir mikla samkeppni og margskonar áskoranir. Síminn hefur lagt áherslu á að þjónusta og vinna með helstu hagsmunaaðilum félagsins; viðskiptavinum, starfsmönnum og hluthöfum, allt er þetta mikilvægt til að ná árangri. Félagið fjárfesti fyrir rúmlega 4,6 milljarða króna á árinu og undirstrikar þannig skuldbindingar sínar gagnvart íslensku samfélagi með áframhaldandi uppbyggingu og þróun fjarskiptaneta og þjónustu. Félagið hefur lagt áherslu á heildarþjónustu til heimila, m.a. með því að bjóða upp á Heimilispakkann, sem nýtur síaukinna vinsælda. Stöðugt er verið að auka við sjónvarpsþjónustu félagsins nú síðast með kaupum á sjónvarpsrétti á enska boltanum. Ljósleiðaranetið stækkar jafnt og þétt, en viðskiptavinum býðst aukinn hraða á hagstæðara verði en fyrr. Þessu til viðbótar hefur félagið unnið hörðum höndum að því að vinna til baka tekjulækkun, sem varð í kjölfar minnkandi heildsöluviðskipta og reikis, með því að afla nýrra viðskiptavina og bjóða nýja þjónustu. Þrátt fyrir hinn fyrirsjáanlega mótbyr vegna heildsölu og reikis – og þar af leiðandi lítinn tekjuvöxt í heild – tókst að auka EBITDA félagsins á árinu, þriðja árið í röð.

Rekstur

Félagið skilað tekjuvexti á árinu eftir samdrátt í heildarumsvifum undanfarin ár. Viðskiptavinum fjölgaði í mörgum af helstu vörum félagsins; Sjónvarp Símans Premium fór yfir 40.000 viðskiptavini, Heimilispakkinn yfir 30.000 og Þrenna yfir 20.000. Launakostnaður sem og annar rekstrarkostnaður fer áfram lækkandi, þó heldur hafi dregið úr kostnaðarlækkun samanborið við árangur undanfarin ár. Fjárfestingar í ljósleiðara eru áfram miklar með áherslu á hagkvæma uppbyggingu neta og lækkun rekstrarkostnaðar. Aukin áhersla hefur verið á samstarf við sveitarfélög og aðra framkvæmdaraðila. Samstæðan tók skref í aðlögun efnahagsreiknings félagsins með niðurfærslu á viðskiptavild Mílu en niðurfærslan er að mestu tilkomin vegna hækkandi vaxta.

Stefna

Samstæðan stækkaði ljósleiðaranet sitt verulega á árinu 2018 og mun sú þróun halda áfram á árinu 2019. Uppbygging og þróun sjónvarpsþjónustu verður áfram í forgrunni sem og að viðhalda góðri stöðu í gagnaflutningi. Í farsímaþjónustu mun áherslan vera á að fjölga sendum með mikinn bitahraða (1 Gb/s) og byggja upp innviði fyrir internet hlutanna (IoT). Einnig mun Síminn undirbúa farsímanet sín fyrir 5G þannig að hægt verði að bjóða þjónustu þegar 5G tíðnir verða boðnar út. Þessu til viðbótar mun fyrirtækið fara í næsta fasa af Síminn Pay fjártækniþjónustunni. Á einstaklingsmarkaði verður áfram áhersla á yngsta markhópinn, enda mikilvægt að viðhalda þeirri árangursríku áherslu sem byrjað var á fyrir rúmu ári. Á fyrirtækjamarkaði mun Síminn samþætta sínar lausnir enn frekar við lausnir Sensa og leggja áherslu á möguleika félagsins í þjónustu gagnavera.

Arðgreiðsla

Líkt og á síðasta ári og í samræmi við arðgreiðslustefnu félagsins mun Síminn greiða út 10% af hagnaði félagsins í arð og 40% af hagnaði verður varið til endurkaupa á eigin bréfum (miðað er við hagnað án gjaldfærslu viðskiptavildar hjá Mílu).

„Síminn og starfsmenn félagsins geta verið stolt af mjög góðum árangri á árinu 2018. Við höfum byggt um traustan grunn til framtíðar sem gerir Símann vel í stakk búinn til að takast á við áskoranir á árinu 2019. Við hlökkum til annars jákvæðs árs fyrir Símann“ segir Bertrand Kan, stjórnarformaður Símans.

Góður árangur í sterkri samkeppni
Óskar Hauksson, fjármálastjóri

Stöðugur rekstur

„Niðurstaða ársins 2018 var góð. Tekjuvöxtur náðist þrátt fyrir samdrátt í heildsölu- og reikitekjum. Hagnaður án áhrifa af gjaldfærslu viðskiptavildar Mílu óx á milli ára og EBITDA vöxtur nam tæpum 2%. EBITDA framlegð var 30,7% og hefur ekki verið hærri frá árinu 2006. Kostnaðaraðhald er áfram mikið innan félagsins sem nýtur m.a. góðs af fækkun stöðugilda á undanförnum árum.

Þrátt fyrir að rekstrarumhverfi félagsins sé að þyngjast og óvissa í gangi á vinnumarkaði teljum við horfur góðar og félagið vel í stakk búið til að skila góðri rekstrarniðurstöðu á næstu misserum.”


Stjórn Símans 2018

Bertrand Kan stjórnarformaður

Bertrand Kan stjórnarformaður

Bertrand Kan er fæddur árið 1966 og hefur setið í stjórn Símans frá 10. mars 2016.
Bertrand Kan hefur víðtæka starfsreynslu í fjárfestingarbankastarfsemi með sérstaka áherslu á fjarskipta-, fjölmiðla- og tæknimarkaði. Lengst af var Bertrand hjá Morgan Stanley þar sem hann var framkvæmdastjóri og yfirmaður deildar með áherslu á evrópska fjarskiptamarkaði. Í kjölfarið fór Bertrand til Lehman Brothers þar sem hann var meðstjórnandi sviðs yfir alþjóðlegum fjarskiptamörkuðum og var meðlimur evrópsku rekstrarnefndarinnar hjá bankanum. Árið 2008 varð hann forstöðumaður sviðs yfir alþjóðlegum fjarskipta-, fjölmiðla- og upplýsingatæknimörkuðum hjá Nomura og starfaði í framkvæmdanefnd um alþjóðlega fjárfestingabankastarfsemi.
Meðal annarra ábyrgðarstarfa er hann nú varaformaður Cellnex Telecom og meðlimur ráðgjafarnefndar Wadhwani Asset Management og eftirlitsnefnd UWC í Hollandi.
Bertrand Kan útskrifaðist með B.Sc. og M.Sc. gráðu í hagfræði frá London School of Economics.
Bertrand á 31.343.693 hluti í Símanum.

Helgu Valfells varaformaður

Helgu Valfells varaformaður

Helga er fædd árið 1964. Helga settist í stjórn Símans 15. mars 2018.
Helga er stofnandi og framkvæmdastjóri hjá nýðsköpunarsjóðnum Crowberry Capital. Helga er varaformaður stjórnar Íslandsbanka auk þess er hún stjórnarmaður í stjórn Sensa og Aldin Dynamics. Áður en Helga stofnaði Crowberry árið 2017 var hún framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2010. Á þessum tíma sat Helga í stjórnum 14 nýsköpunarfyrirtækja og bar ábyrgð á eignasafni sjóðsins í allt að 41 nýsköpunarfyrirtæki. Helga var stjórnarformaður Frumtaks frá 2010 til 2017. Helga var forstöðumaður hjá Útflutningsráði Íslands frá 1999 til 2005 þar sem hún stýrði m.a. ýmsum verkefnum tengdum markaðsmálum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja.
Fyrir utan störf í nýsköpunargeiranum hefur Helga starfað hjá fjárfestingabanka Merrill Lynch í London, í markaðsmálum hjá Estee Lauder í Bretlandi og VÍB. Helga var ópólitískur aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrstu mánuðina eftir hrun.
Helga er með B.A. gráðu frá Harvard Háskóla og MBA gráðu frá London Business School.
Helga á ekki hluti í Símanum.

Ksenia Nekrasova

Ksenia Nekrasova

Ksenia er fædd árið 1971. Ksenia settist í stjórn Símans 15. mars 2018.
Ksenia hefur MBA í bankastarfsemi og fjármálum frá Stokkhólmsháskóla, B.Sc. í bókhald frá St Petersburg Institute of Economics and Finance og B.Sc. í sögu frá St. Petersburg State University. Ksenia hóf störf hjá UBS fjárfestingabankanum árið 1999 og stýrði og tók þátt í fjölda verkefna og viðskiptasamninga á sviði fjarskipta-, fjölmiðla- og upplýsingatæknimörkuðum í Evrópu, Miðausturlöndum og Afríku. Ksenia starfar í dag sem ráðgjafi hjá UBS og aðstoðar viðskiptavini á sviði fjarskipta-, fjölmiðla- og upplýsingatækni með starfsemi í Rússlandi, CIS og CEE. Hún rekur einnig MFA, fyrirtæki sem aðstoðar nýsköpunarfyrirtæki við öflun fjármagns.
Ksenia stýrði afskráningu MegaFon af markaði og ráðlagði Telia Company við sölu á eignarhlutum í Evrasíu, sölu á Ncell árið 2016, sölu Geocell (Georgia), Ucell (Úsbekistan) og Kcell (Kasakstan) og sölu tveggja 7% hluta í Turkcell (Tyrklandi). Utan fjarskipta, er Ksenia sem stendur að sinna verkefnum sem fela í sér fjáröflun fyrir internetfyrirtæki í heimsendingu matar, leigubifreiðum, og rafrænum viðskiptum.
Ksenia á ekki hluti í Símanum.

Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Sylvía er fædd árið 1980. Sylvía settist í stjórn Símans 15. mars 2018.
Sylvía lauk mastergráðu frá London School of Economics í Aðgerðarrannsóknum árið 2006. Fyrir það, eða árið 2005 lauk hún BSC í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía starfaði í 5 ár hjá Amazon fyrst sem sérfræðingur í nýfjárfestingum á fjármálasviði og seinna sem yfirmaður viðskiptagreindar og vörustjóri í Kindle deild Amazon. Árin 2007 til 2010 starfaði hún fyrir Seðlabanka Íslands sem Forstöðumaður viðbúnaðarsviðs.
Frá 2015 og 2018 starfaði Sylvía hjá Landsvirkjun sem Forstöðumaður tekjustýringar og seinna sem Forstöðumaður jarðvarmadeildar. Sylvía var einnig stundakennari við Háskóla Íslands í kvikum kerfislíkönum, rekstrarfræði og verkefnastjórnun (MPM). Sylvía gegnir nú stöðu sem Forstöðumaður á rekstrarsviði hjá Icelandair ásamt því að vera í stjórn Ölgerðarinnar og WCD (Women Corporate Directors á Íslandi).
Sylvía á ekki hluti í Símanum.

+

28.540 m.kr.

Tekjur samstæðunnar voru 28.540 m.kr. á árinu 2018. Leiðrétt fyrir aflagði starfsemi vaxa tekjur um 1,3% á milli ára.

30,7%

EBITDA var 8.752 m.kr. eða 30,7% og hækkaði um 145 m.kr. milli ára.

35.202 m.kr.

Eigið fé samstæðunnar var 35.202 m.kr. og eiginfjárhlutfallið 59,8%.

7.761 m.kr.

Handbært fé frá rekstri var 7.761 m.kr. á árinu 2018 og hækkaði um 338 m.kr. milli ára

Betri vinnustaður
Ragna Margrét Norðdahl, Mannauðsstjóri

Betri vinnustaður

Á síðasta ári var Síminn fyrst fjarskiptafélaga á Íslandi til að hljóta jafnlaunavottun en jafnframt höfum við hafið vinnu við Jafnréttisvísi Capacent þar sem kafað er mun dýpra í jafnréttismál fyrirtækisins t.d. með því að horfa til menningar, samskipta, vinnuumhverfis, skipurits og fyrirmynda. Nær allir starfsmenn hafa tekið þátt í vinnustofum tengt þessari vinnu og í framhaldinu verða sett niður mælanleg markmið sem hjálpa okkur að skapa enn betri vinnustað.

Við mælum reglulega starfsanda í vinnustaðargreiningum sem sýna að við erum á réttri leið, þó alltaf megi gera betur. Endurmenntun starfsmanna var einnig fyrirferðamikil á síðasta ári en við stofnuðum Símaskólann sem ekki aðeins setur starfsþjálfun nýrra starfsmanna í fastari skorður heldur tryggir betri fræðslu og yfirsýn vegna endurmenntunar og fræðslu til alls okkar starfsfólks.

Ársskýrsla 2018
Ársskýrsla 2018

Starfskjarastefna

Innan Símans er starfandi starfskjaranefnd, nefndin er undirnefnd stjórnar félagsins og er skipuð af henni í samræmi við starfsreglur stjórnar félagsins. Hlutverk starfskjaranefndar er að tryggja að starfskjör yfirstjórnenda taki mið af afkomu fyrirtækisins til langs tíma, frammistöðu þeirra sjálfra og hagsmunum hluthafa. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við stefnu starfskjaranefndar. Stefna starfskjaranefndar er að tryggja að félaginu sé jafnan kleift að laða til sín og halda í starfi hæfum stjórnendum. Í þessu skyni ber nefndinni að ráðfæra sig við ytri ráðgjafa um starfskjör í sambærilegum fyrirtækjum þegar þörf krefur. Hlutverki nefndarinnar er ætlað að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 5. útgáfa 2015.

Nefndin samþykkti starfskjarafyrirkomulag til handa framkvæmdastjórum Símans fyrir starfsárið 2018. Breytingin fól í sér að föstu laun yrðu ekki hækkuð en í staðinn var bætt við breytilegum þætti, eftir rekstrarniðurstöðu félagsins, sem að hámarki gæti numið aukagreiðslu í formi tveggja mánaðargreiðslna. Í raun leiddi þetta fyrirkomulag til aukagreiðslu til umrædds hóps sem nam að meðaltali einum auka mánuði árið 2018.

Starfskjaranefnd Símans skipa Bertrand B. Kan, formaður, Ksenia Nekrasova og Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Starfskjaranefnd hélt 8 fundi árið 2018.

Núgildandi starfskjarastefna var samþykkt á aðalfundi félagsins 2018. Hér má nálgast starfskjarastefnu Símans og starfsreglur starfskjaranefndar.

Síminn

Traustur bakhjarl íslenskra heimila og atvinnulífs.

Síminn
Síminn

Fjarskipti síðan 1906

Góð þjónusta, sanngjörn verð og traustur og öruggur rekstur farsíma, fastlínu, internets og sjónvarps um land allt er ástæða þess að stór hluti landsmanna velur Símann.
Sjónvarp Símans Premium, efnisveitan okkar hefur aldrei verið sterkari með frábæru úrvali af erlendu og innlendu sjónvarpsefni, kvikmyndum og talsettu barnaefni sem hefur slegið í gegn. Disney samsteypan valdi Símann sem heimili sitt á Íslandi sem gefur Sjónvarpi Símans Premium aðgang að risavöxnu safni Disney þar sem má finna allt frá Mary Poppins til stjörnukerfis langt langt í burtu.

Getum ekki kvartað yfir árangrinum
Viðtal við forstjóra

Getum ekki kvartað yfir árangrinum

Orri Hauksson

Orri Hauksson, forstjóri Símans, er ánægður með árið 2018 og líst að mörgu leyti vel á 2019. „Það var myndarlegur vöxtur í smásölutekjum í fyrra vegna fjölgunar viðskiptavina Símans, ekki síst á síðari hluta ársins. Við hefjum árið 2019 því með sterka stöðu í ýmsum lykilvörum, svo sem í sjónvarpi og farsímaleiðinni Þrennu. Eins og fyrirséð var drógust hins vegar hratt saman tekjur af reiki og heildsölu“, segir Orri.

Hann segir að vel hafi gengið að halda aftur af kostnaðarhækkunum árið 2018, þrátt fyrir að almennt verðlag hafi hækkað nokkuð og að krónan hafi lækkað á síðari hluta ársins. Hann bendir á að EBITDA hagnaður samstæðunnar vaxi á milli ára, bæði í krónum talið og sem hlutfall heildartekna. „Míla átti besta rekstrarár sitt árið 2018 og leggur  ljósleiðara í gríð og erg“, segir Orri og tekur fram sú fjárfesting sé mikil um þessar mundir, en sé innt af hendi með afar hagkvæmum hætti og muni vara til áratuga. Niðurskrift viðskiptavildar Mílu undir lok ársins setur mark sitt á ársreikning samstæðunnar, að sögn Orra, en tekur fram að sú breyting hafi ekki áhrif á fjárflæði, fjárfestingar, arð eða skatta.

Hann segir einnig að dótturfélagið Sensa hafi átt vel viðunandi rekstrarár, sérstaklega hafi síðari hluti ársins hjá Sensa verið sterkur. Miklar breytingar voru gerðar á rekstrarinnviðum Sensa árið 2018, meðal annars með niðurlagningu ýmissa kerfisrýma samstæðunnar og flutning inn í fyrsta flokks aðstöðu Verne Global á Suðurnesjum.

Ýmsir áhættuþættir eru í rekstri samstæðunnar árið 2019, að sögn Orra. Þannig segir hann sérstaklega hart barist á íslenskum markaði fyrir fjarskipti og upplýsingatækni. „Verð á farsímamarkaði á Íslandi eru nú ein hin lægstu í vestrænum heimi“, segir Orri. „Þá munu deilur á vinnumarkaði mögulega setja mark sitt á fyrstu tvo fjórðunga ársins í ár. Símasamstæðan er ágætlega búin undir átök og uppákomur í samningagerð aðila vinnumarkaðarins“, segir Orri og bætir við að markmið Símans fyrir árið sé að launakostnaður haldist svipaður á milli ára.

„Sýningarrétturinn á Enska boltanum gefur Símanum frábær tækifæri til nýrrar og arðvænlegrar tekjusköpunar. Bein og óbein áhrif af þessum vinsæla íþróttarétti á rekstur Símans byrja að koma fram á þessu ári, en munu hafa enn meiri áhrif frá næsta ári“, að sögn Orra og segist spenntur að kynna fyrirkomulag þessarar nýju þjónustu hjá Símanum í Hörpu 11. apríl 2019.

23.232 m.kr.

Tekjur Símans voru 23.232 m.kr. á árinu 2018 og hækkuðu um 251 m.kr. milli ára.

20.000

Þrenna, fyrirframgreiddri farsímaáskrift félagsins nálgaðist 20.000 áskrifendur í lok árs. Þrenna hefur verið á miklu flugi á árinu og þá sérstaklega hjá yngri kynslóðinni.

30.000

Yfir 30.000 viðskiptavinir eru með Heimilispakkann. Stöðugt er unnið að þróun á Heimilispakkanum þannig að hann uppfylli þarfir sem flestra heimila hverju sinni.

40.000

Yfir 40.000 viðskiptavinir eru nú með Sjónvarp Símans Premium. Áhorfsmet voru slegin margoft á árinu, það má þakka frábæru úrvali af efni fyrir alla aldurshópa.

Skipurit Símans

Samstæðan, viðtal við stjórnarformann
SÍMINN

Síminn í góðum félagsskap

Árið sem leið var einstaklega farsælt fyrir smásölu Símans fyrir margra hluta sakir. Sala farsíma gekk vel og Þrennan endaði árið með nær 20.000 viðskiptavini sem langflestir eru í yngri aldursflokkum. Vinsældir Þrennu stuðluðu að töluverðum númeraflutningum frá keppinautum og í fyrsta sinn síðan samkeppni hófst á markaði voru númeraflutningar Símanum í hag.
Rekstur sjónvarps gekk líka afar vel og Síminn er byrjaður að uppskera ríkulega fyrir þær breytingar sem gerðar voru á viðskiptamódeli sjónvarps árið 2015. Í dag er streymisveitan Sjónvarp Símans Premium orðin langstærsta innlenda streymisveita landsins með 40.000 viðskiptavini í árslok en á sama tíma sjáum við áhorf á línulegt sjónvarp halda áfram að falla.


SÍMINN

Míla

Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem á og rekur fjarskiptainnviði á landsvísu.

Míla
Míla

Grunnnet fjarskipta á Íslandi

Öll helstu fjarskiptafélög landsins eru í viðskiptum við félagið. Þá býður Míla viðskiptavinum sínum vettvangsþjónustu við innanhússlagnir og uppsetningu búnaðar. Fjarskipti eru ein af grunnstoðum samfélagsins og mikilvægt fyrir öryggi fjarskipta að til staðar sé eitt heildstætt kerfi fjarskiptainnviða sem þjónar öllu landinu. Það kerfi er Míla.

Míla leggur ríka áherslu á áreiðanleika og öryggi og er í stöðugri framþróun enda lífæð fjarskipta hér á landi.

Hagkvæm uppbygging
VIÐTAL VIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA MÍLU

Mikil fjölgun ljósleiðaratenginga

Jón Ríkharð Kristjánsson

„Árið 2018 var mjög gott hjá Mílu og margir mikilvægir áfangar náðust.  Eins og undanfarin 2 ár var  uppbygging á tengingum heimila við ljósleiðara fyrirferðarmikil í starfsemi Mílu.   Í árslok áttu um 70 þúsund heimili möguleika á ljósleiðaratengingu gegnum kerfi Mílu. Í nóvember voru 20 þúsund heimili kominn með ljósleiðaratengingu hjá Mílu og fjölgar tengdum heimilum nú um 1 þúsund á mánuði.  Aukin áhersla á tengingar viðskiptavina hefur því skilað góðum árangri.   Uppbyggingin hefur verið mikil á höfuðborgarsvæðinu en árið 2018 var einnig byrjað að ljósleiðaravæða stór svæði í Reykjanesbæ og á Selfossi.”

Míla hefur einnig verið virkur þátttakandi í verkefnum við lagningu ljósleiðara í dreifbýli í samvinnu við sveitarfélög, m.a. í gegnum verkefnið Ísland ljóstengt og þar eiga nú fjölmörg heimili kost á ljósleiðaratengingu í gegnum kerfi Mílu.  Míla hefur jafnframt  byggt upp Ljósnet á öllum þéttbýlisstöðum landsins og  þjónar kerfið um 55 þúsund heimilum á landinu.

Samhliða þessu hefur Míla lagt aukna áherslu á rekstraröryggi fjarskiptainnviða.  Fjarskipti eru mikilvægur hluti af daglegu lífi flestra í nútíma samfélagi.  Míla hefur átt í samstarfi, bæði við opinbera aðila og einkaaðila með það að markmiði að auka öryggi fjarskipta.  Ljósleiðarar hafa verið lagðir á erfiða fjarskiptastaði og rofþol rafmagns hefur stöðugt verið aukið til að hámarka uppitíma fjarskiptaþjónustu.

Árið 2018 var mjög gott rekstrarár hjá Mílu.  Skilvirkt kostnaðaraðhald, áhersla á hagkvæmni og sterkir tekjustofnar skiluðu góðri rekstrarafkomu samanborið við undanfarin ár.

+

6.4 m.kr

Velta félagsins var 6,4 milljarðar og EBITDA ársins var 3.4 milljarðar eða 53,4%.

70þ.

Fjöldi heimila með aðgang að ljósleiðaratengingu gegnum Mílu er um 70 þúsund á landsvísu.

75 %

Fjöldi tengdra heimila jókst um 75% úr því að vera rúm 12 þúsund í byrjun árs í 21 þúsund í lok árs.

24/7/365

24/7/365 vaktborð Mílu sér um vöktun fjarskiptakerfa allan sólarhringinn alla daga ársins.

Míla
Míla

Hagkvæm uppbygging

Míla hefur lagt mikla áherslu á hagkvæma uppbyggingu fjarskiptainnviða. Míla á mikla innviði, sérstaklega í jörðu sem hagkvæmt og skynsamlegt er að nýta við uppbyggingu fjarskipta til framtíðar. Í upphafi árs 2018 varð mikið baráttumál Mílu að veruleika en það er samstarf við Gagnaveitu Reykjavíkur í jarðvinnu.

Markmiðið með samstarfinu er að lágmarka kostnað við nýlagningu og einnig takmarka jarðrask og óþægindi fyrir íbúa. Stefnt er að því að samstarfið haldi áfram á nýju ári. Míla hefur jafnframt lagt áherslu og hvatt til að innviðir í eigu annarra, þar með talið strengir, séu opnir og aðgengilegir eins og innviðir Mílu. Slíkt lágmarkar sóun og stuðlar að hagkvæmri uppbyggingu fjarskiptainnviða.

Sensa

Sérfræðiþekking og fyrsta flokks þjónusta í upplýsingatækni.

Sensa
Fyrsta flokks

Sensa

Sensa hefur sjaldan eða aldrei verið jafn vel í stakk búið að takast á við þær tæknibreytingar sem framundan eru hjá fyrirtækjum í landinu. Hýsingarumhverfi fyrirtækisins er fyrsta flokks en miklar endurbætur og uppfærslur hafa verið gerðar á umhverfinu samhliða því að hýsingaumhverfi samstæðunnar var flutt í gagnaver Verne Global á Suðurnesjum. Starfsfólk Sensa er vel uppfært um nýjustu strauma og stefnur í upplýsingatæknigeiranum og veitir fyrsta flokks þjónustu til sinna viðskiptavina.

Fjölbreyttara þjónustuframboð og lækkun kostnaðar við rekstur innviða er nú þegar sýnilegur í rekstri Sensa sem sér mörg tækifæri til sóknar.

Framtíðin er núna, í skýinu
VIÐTAL VIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA SENSA

Framtíðin er núna, í skýinu

Valgerður Hrund Skúladóttir

Sensa veitir fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi þjónustu, ráðgjöf og lausnir í flóknum heimi upplýsingatækninnar. Tæknibyltingin hefur sjaldan eða aldrei verið jafn áþreifanleg og jafn mikið í umræðunni, þar er Sensa á heimavelli með sínum frábæru sérfræðingum og birgjum.

Hýsingarumhverfi okkar er fyrsta flokks, var stórlega endurbætt og uppfært í takti við nýjustu strauma og stefnur á síðasta ári ásamt því að vera fært í gagnaver Verne Global á Suðurnesjum. Með uppfærðu hýsingarumhverfi getum við þjónustað viðskiptavini okkar enn betur, aukið vöruframboð og við sjáum fjölmörg ný tækifæri sem við þurfum að hafa augun opin fyrir í síbreytilegu umhverfi okkar.

Aukin samþætting Sensa við vöruframboð Símans þar sem Síminn kemur með sínar fjarskiptalausnir og Sensa með sínar lausnir í upplýsingatækni mun hjálpa Símanum á fyrirtækjamarkaði og einfalda líf viðskiptavina þar sem nær öll þjónusta við fjarskipti og upplýsingatækni er á einum stað, enda eru fjarskiptin alltaf að færast nær og nær inn í upplýsingatæknikerfin.

Sensa væri ekkert án starfsfólksins. Mannauður Sensa er okkar besta auðlind og eru margir af helstu sérfræðingum landsins innan okkar raða. Símenntun starfsfólks er okkur hugleikin og eitt af okkar helstu verkefnum er að byggja upp frekari þekkingu og efla starfsfólk til góðra verka sem nýtist bæði þeim og okkur í samstarfi við menntastofnanir landsins.

Við erum stolt af verkefnum okkar á síðasta ári, tekjur félagsins voru stöðugar og mörg verkefni sem munu skila góðum tekjum eru í burðarliðnum. Fjárfestingar voru meiri en oft áður vegna uppfærslu á tækni og hýsingarbúnaði samhliða flutningum í gagnaver Verne Global en þær lækka kostnað við rekstur innviða og auka þjónustuframboð Sensa sem gera okkur kleift að takast enn betur á við verkefni morgundagsins með okkar viðskiptavinum.

+

4.384 m.kr

Velta félagsins var tæpir 4,4 milljarðar króna árið 2018 og EBITDA 9,6%.

Félagið

Sensa er eitt af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum landsins, stofnað árið 2002 og með yfir 100 starfsmenn.

Virðisauki

Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini þess, falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum.

Hýsing

Hýsingarumhverfi félagsins var endurnýjað og uppfært samhliða flutningi í hýsingaraðstöðu Verne Global á Suðurnesjum.

Ársreikningur Símans

Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga.

Rekstrarreikningur

Rekstrarreikningur

Starfsþættir

Ársreikningur  Mynd1

Lykiltölur helstu félaga

Lykiltölur helstu félaga

Eignir

Eignir

Skuldir og eigið fé

Skuldir og eigið fé

Samfélagsábyrgð

Megináherslur í samfélagsábyrgð Símans eru fjórar: Mannauður, örugg og fagleg vinnubrögð, umhverfisvernd og samfélagsþátttaka.

Mannauður
SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Mannauður

Síminn leitar allra leiða til að tryggja að starfsfólk Símans sé stolt af því að vinna hjá Símanum. Við viljum að starfsfólk leiti allra leiða til að þjónusta viðskiptavini okkar vel, bæti hag samstæðunnar og þar með sinn eigin.

Síminn leggur áherslu á jöfn tækifæri, þjálfun og endurmenntun og virk starfsþróun er hjá Símanum. Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun ásamt því að vinna með jafnréttisvísi Capacent er hafin.

Sjálfbærniskýrsla

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við höfum sett þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í forgrunn. Þau eru valin með starfsemi Símans að leiðarljósi og getu fyrirtækisins til að hafa jákvæð áhrif á haghafa, samfélag og umhverfið.

Jafnrétti kynjanna

Síminn stuðlar að auknu kynjajafnrétti hjá Símanum með markvissum aðgerðum í Jafnréttisvísi og eyða kynbundnum launamun. Auk þess vinnur Síminn að menntun og þjálfun kvenna í tækni með háskólasamfélaginu.

Nýsköpun og uppbygging

Aukin stafvæðing, að gera sem flesta hluti stafræna og læsilega tölvum er nátengt starfsemi Símans. Við vinnum að þróun sjálfbærra og kolefnislágra innviða í fjarskiptageiranum og styðjum við íslenska máltækni.

Sjálfbærar borgir og samfélög

Síminn vinnur að því að innleiða kolefnislága stafræna innviði sem hafa það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum Símans sem og þeirra sem nýta tæki og tækni Símans.

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Örugg og fagleg vinnubrögð

Síminn leitar allra leiðra til að tryggja örugga og faglega þjónustu með skýrum og verklagi, stöðugum umbótum á innri kerfum og þjónustuferlum og lausnum sem auka öryggi og þekkingu viðskiptavina. Síminn er ISO vottaður.

Örugg og fagleg vinnubrögð
+

28.540 m.kr.

Tekjur samstæðunnar voru 28.540 m.kr. á árinu 2018. Leiðrétt fyrir aflagði starfsemi vaxa tekjur um 1,3% á milli ára.

30,7%

EBITDA var 8.752 m.kr. eða 30,7% og hækkaði um 145 m.kr. milli ára.

35.202 m.kr.

Eigið fé samstæðunnar var 35.202 m.kr. og eiginfjárhlutfallið 59,8%.

7.761 m.kr.

Handbært fé frá rekstri var 7.761 m.kr. á árinu 2018 og hækkaði um 338 m.kr. milli ára.

Umhverfisvernd
SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Umhverfisvernd

Síminn leitar allra leiða til að minnka sorpmyndun og sendir allt sem til fellur til endurvinnslu og hvetur til umhverfisvænna samgangna. Síminn flokkar pappa og matarúrganga frá öðru sorpi. Allur búnaður og rafhlöður fara í endurvinnslu ásamt öllu gleri

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Samfélagsþátttaka

Síminn tekur virkan þátt í samfélaginu með fjarskiptastyrkjum. Áhersla er lögð á innlend líknar- og góðgerðarfélög. Þannig nýtist kjarnastarfsemin til góðra verka sem kemur þessum félögum vel. Síminn er einnig í samstarfi við ýmsa list- og íþróttaviðburði og starfsmenn sem vilja sinna slíkum verkum.

Samfélagsþátttaka
Betri vinnustaður