Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Þú getur meira með SímanumÞú getur meira með Símanum

Ársskýrsla 2019

Traustur bakhjarl íslenskra heimila og atvinnulífs.

Samstæðan

Fjarskipti efla og auðga lífið.

Viðtal við stjórnarformann
Samstæðan

Framúrskarandi þjónustufyrirtæki

Allt frá stofnun árið 1906 hefur Síminn sinnt íslensku samfélagi og tryggt fjarskiptaþjónustu við landsmenn. Síminn tengir saman einstaklinga og fyrirtæki á einfaldan og hagkvæman máta við umheiminn í gegnum nýjustu tækni hverju sinni. Fyrirtækið auðveldar samskipti og fjölbreytni í afþreyingu með hjálp tækninnar.

Síminn er móðurfélag innviða félagsins Mílu og upplýsingatæknifélagsins Sensa með það helsta markmið að vera framúrskarandi þjónustufyrirtæki.

Kyrrstaða er ekki í boði
Viðtal við stjórnarformann

Kyrrstaða er ekki í boði

Jón Sigurðsson

Það er ánægjulegt að koma inn í stjórn Símans undir lok árs sem endar með niðurstöðu sem er vel ásættanleg“, segir Jón Sigurðsson, sem varð stjórnarformaður Símans í nóvember 2019. Jón er jafnframt stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða, sem er nú stærsti hluthafi Símans. „Það var engin tilviljun sem réði því að við fjárfestum í Símanum. Eftir að hafa skoðað félagið og þá markaði sem félagið starfar á, fyrst utan frá og nú sem þátttakendur í stjórn, teljum við mörg tækifæri blasa við Símanum. Við teljum að rekstur félagsins hafi þróast með jákvæðum hætti síðustu ár við krefjandi aðstæður. Ávöxtun eigin fjár og arðsemi fjárfestinga samstæðunnar er hins vegar nokkuð sem við teljum að hægt sé að bæta og stjórn Símans mun styðja stjórnendur í því verkefni næstu misserin“, segir Jón.

 Hvernig sérð þú fyrir þér að fjárfestingar samstæðunnar muni þróast á næstunni?

Fjarskiptainnviðir eru traustir á Íslandi og hafa staðist vel álag vegna veðurs í vetur. Alþjóðlegur samanburður sýnir jafnframt að Ísland er í afar góðri stöðu á þessu sviði, þrátt fyrir fátt fólk og dreifðar byggðir. Við teljum að Símasamstæðan eigi stóran þátt í að svona vel hefur tekist til fram að þessu. Áfram þarf að byggja upp, ekki síst utan suðvesturhorns landsins, en heildarfjárfestingar Símasamstæðunnar verða ekki á sama ógnarhraðanum á næstunni og verið hefur undanfarin ár. Að mörgu leyti er skiljanlegt að ráðist var í þetta átak, þar sem geta Símans til fjárfestinga var rýr fyrstu árin eftir fjármálakreppuna. Síðan 2014 er búið er að innleiða nýtt reikningagerðarkerfi, uppfæra fjárhagskerfi, koma á 4G sambandi til nær allra heimila landsins, hefja stafræna umbreytingu Símans og tengja meirihluta heimila landsins við ljósleiðara. Þetta er góður árangur, og fyrst og fremst er gott að þetta er að baki. Við höfum reynt á efri mörk fjárfestingagetunnar mörg ár í röð og þurfum að komast niður á eðlilegt fjárfestingastig á nýjan leik.“

 Sérðu fyrir þér breytingar í landslagi fjarskipta á Íslandi?

„Grundvallaratriði er að samvinna og samrekstur hinna fjölmörgu fyrirtækja og stofnana í landinu, sem sinna uppbyggingu og rekstri fjarskiptainnviða með einhverjum hætti, verði aukin. Það er of mikið af smáum rekstrareiningum í landinu sem ekki hafa burði einar og sér til að byggja upp öryggi eða nýja tækni með sjálfbærum hætti. Tvennt vekur vonir um betri nýtingu fjár framundan á þessu sviði og þar með bættan heildarhag Íslands. Annars vegar tilkynnti ríkisstjórnin nýlega um mögulegt samstarf hins opinbera og einkaaðila við innviða uppbyggingu á sviði fjarskipta og hins vegar tilkynntu helstu fjarskiptafélög landsins í lok síðasta árs að þau hygðust freista þess að auka samstarf sín á milli.

 Hverjar verða helstu áherslur þínar sem nýs stjórnarformanns?

Nú þegar hægir á hagkerfinu er ráðdeild í rekstri lykilatriði sem aldrei fyrr. Þótt efnahagssveiflur hafi að öllu jöfnu minni áhrif á þau starfssvið, sem Síminn starfar á, samanborið við mörg önnur fyrirtæki, verðum við að vera á tánum. Símasamstæðan hefur staðið sig vel í harðri samkeppni undanfarinna ára og býður viðskiptavinum sínum frábærar vörur og góða þjónustu sem stöðug eftirspurn er eftir. Við munum hvetja stjórnendur og starfsfólk til dáða við að uppfylla áfram væntingar þessa mikla fjölda viðskiptavina á sífellt einfaldari og hagkvæmari máta.

Starfsemi Símasamstæðunnar verður áfram endurbætt, kyrrstaða er ekki í boði. Þá er verk að vinna varðandi hæfilega samsetningu efnahagssamstæðunnar, þannig að fötin passi, ef svo má segja. Efnahagur og fjármögnun samstæðunnar verða því þróuð á næstunni með aukna arðsemi að leiðarljósi, meðal annars með breyttum áherslum varðandi arðgreiðslur og endurkaup bréfa. Ég hlakka til komandi starfsárs“, segir Jón.

Kyrrstaða er ekki í boði
Óskar Hauksson, fjármálastjóri

Hagfelld og góð niðurstaða

Síðasta ár var Símanum að mestu hagfellt og niðurstaða ársins var góð. Sérstaklega var árangur góður á seinni helmingi ársins þar sem félagið sá klárlega ávinning af áherslu á lækkun kostnaðar ásamt því að vel tókst til að selja kjarnavörur fyrirtækisins. Félagið er vel staðsett til að sækja áfram, fjárhagsstaða sterk og geta til að takast á við óvissu í efnahagslífinu er mikil. Skuldsetning félagsins er við neðri mörk markmiða um skuldsetningu og félagið er vel í stakk búið til að nýta sér áhugaverð tækifæri sem kunna að skapast í núverandi umhverfi lægri vaxta en hafa þekkst á Íslandi.


Stjórn Símans 2019

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður

Jón Sigurðsson, stjórnarformaður

Jón er fæddur 1978 og settist í stjórn Símans 21. nóvember 2019. Jón er viðskiptafræðingur að mennt og hefur starfað á íslenskum og erlendum fjármálamarkaði í u.þ.b. 20 ár, ýmist sem stjórnandi, fjárfestir, ráðgjafi eða stjórnarmaður. Jón er stjórnarformaður fjárfestingafélagsins Stoða hf., sem er stærsti hluthafi Símans.

Jón starfaði við fyrirtækjaráðgjöf hjá Búnaðarbanka Íslands og Landsbanka Íslands á árunum 2002-2005 og sem framkvæmdastjóri fjárfestingasviðs og síðar forstjóri Stoða frá 2005-2010. Jón hefur setið í stjórnum fjölmargra félaga, skráðra jafnt sem óskráðra, innanlands sem og erlendis. Jón sat m.a. í stjórn Refresco B.V. á árunum 2006-2018 og tók virkan þátt í uppbyggingu Refresco, m.a. kaupum fjölmargra félaga og sameiningu þeirra, skráningu á Euronext Amsterdam og loks sölu Refresco og afskráningu. Þá sat Jón í stjórn N1 (nú Festi) á árunum 2014 til 2018 en miklar breytingar urðu á rekstri og efnahag N1 á því tímabili, sem lauk með kaupum N1 á Festi. Jón hefur hin síðari ár sinnt eigin fjárfestingum, m.a. sem framkvæmdastjóri Helgafells ehf. og sem stjórnarformaður Stoða, en Helgafell á óbeinan 22% eignarhlut í Stoðum.

Jón á ekki hluti í Símanum hf. Jón er ekki tengdur helstu viðskiptaaðilum félagsins eða samkeppnisaðilum. Jón er stjórnarformaður Stoða hf. sem á 1.300.000.000 hluti eða 14,05% í Símanum hf.

Helga Valfells, varaformaður

Helga Valfells, varaformaður

Helga er fædd árið 1964 og settist í stjórn Símans 15. mars 2018.  Helga er með B.A. gráðu frá Harvard Háskóla og MBA gráðu frá London Business School.

Helga er stofnandi og framkvæmdastjóri hjá nýsköpunarsjóðnum Crowberry Capital. Helga er varaformaður stjórnar Íslandsbanka auk þess er hún stjórnarmaður í stjórn Sensa og Aldin Dynamics. Áður en Helga stofnaði Crowberry árið 2017 var hún framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins frá 2010. Á þessum tíma sat Helga í stjórnum 14 nýsköpunarfyrirtækja og bar ábyrgð á eignasafni sjóðsins í allt að  41 nýsköpunarfyrirtæki. Helga var stjórnarformaður Frumtaks frá 2010 til 2017. Helga var forstöðumaður hjá Útflutningsráði Íslands frá 1999 til 2005 þar sem hún stýrði m.a. ýmsum verkefnum tengdum markaðsmálum og fjármögnun nýsköpunarfyrirtækja. Fyrir utan störf í nýsköpunargeiranum hefur Helga starfað hjá fjárfestingabanka Merrill Lynch í London, í markaðsmálum hjá Estee Lauder í Bretlandi og VÍB. Helga var ópólitískur aðstoðarmaður Gylfa Magnússonar viðskiptaráðherra fyrstu mánuðina eftir hrun.  

Helga á ekki hluti í Símanum hf. Helga er ekki tengd helstu viðskiptaaðilum félagsins, samkeppnisaðilum eða hluthöfum sem eiga 10% eða meira í félaginu.

Bjarni Þorvarðarson

Bjarni Þorvarðarson

Bjarni er fæddur árið 1966  og settist í stjórn Símans 21. mars 2019. Bjarni lauk B.Sc. prófi í rafmagnsverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 og síðar meistaragráðum í rafmagnsverkfræði frá University of Wisconsin, Madison, 1991, í alþjóðaviðskiptum frá ISG í París 1993 og fjármálafræðum frá London Business School árið 1998.   Eftir sölu- og stjórnunarstörf hjá Tölvusamskiptum og Tæknivali réðist Bjarni sem viðskipta- og sjóðsstjóri til Fjárfestingarbanka atvinnulífsins og síðar, árið 2002,  til fjárfestingarfyrirtækisins CVC í Bandaríkjunum og sat í stjórnun nokkurra af fjarskiptafyrirtækjum CVC á Íslandi, Bandaríkjunum, Kanada, Írlandi, Bretlandi, Hollandi, Indlandi og Ástralíu.  Árið 2004 tók Bjarni að sér forstjórastöðu hjá nýstofnuðu fjarskiptafyrirtæki í eigu CVC, Hibernia Networks, og hélt þeirri stöðu þar til Hibernia var selt árið 2017, þá með 240 starfsmenn í 9 löndum og ljósleiðaranet sem náði til flestra af stærstu borga heims.  Frá miðju ári 2018 hefur Bjarni gegnt forstjórastöðu lyfjaframleiðandans Coripharma ehf. í Hafnarfirði auk þess að sinna eigin fjárfestingarverkefnum.  

Bjarni á ekki hluti í Símanum hf. Bjarni er ekki tengdur helstu viðskiptaaðilum félagsins, samkeppnisaðilum eða hluthöfum sem eiga 10% eða meira í félaginu.

Kolbeinn Árnason

Kolbeinn Árnason

Kolbeinn er fæddur árið 1971 og settist í stjórn Símans 21. nóvember 2019. Kolbeinn er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands. Þá lagði hann stund á framhaldsnám í alþjóðlegri viðskiptalögfræði við Háskólann í Leuven. Kolbeinn er með AMP gráðu frá IESE Business School í Barcelona.

Kolbeinn er eigandi hjá Dranga Lögmönnum ehf., sem er sérhæfð lögmannsstofa sem sinnir verkefnum á réttarsviðum tengdum viðskiptalífinu. Hann hefur setið í stjórn LBI ehf., frá því að nauðasamningur við kröfuhafa félagsins var staðfestur árið 2016. Kolbeinn var framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í Sjávarútvegi frá 2013 til 2016 og sat á því tímabili einnig í Framkvæmdastjórn Samtaka atvinnulífsins. Hann var aðallögfræðingur og framkvæmdastjóri lögfræðisviðs Kaupþings hf. frá 2008 til 2013 og hafði sem slíkur umsjón með lögfræðilegri vinnu sem snéri að endurskipulagningu, sölu og innheimtu á eignum Kaupþings auk endurskipulagningar félagsins, með það að markmiði að leggja niður starfsemi þess og greiða eignir þess út til kröfuhafa á skipulegan hátt. Kolbeinn hefur einnig langa reynslu af störfum innan stjórnsýslunnar. Hann var skrifstofustjóri alþjóðaskrifstofu sjávarútvegsráðuneytisins frá 1999 til 2004 og fulltrúi í fastanefnd Íslands hjá Evrópusambandinu í Brussel frá 2004 til 2006.

Kolbeinn á 1.000.000 hluti í Símanum hf. Kolbeinn er ekki tengdur helstu viðskiptaaðilum félagsins, samkeppnisaðilum eða hluthöfum sem eiga 10% eða meira í félaginu.

Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Sylvía Kristín Ólafsdóttir

Sylvía er fædd árið 1980 og settist í stjórn Símans 15. mars 2018. Sylvía lauk mastergráðu frá London School of Economics í aðgerðarannsóknum árið 2006. Fyrir það, eða árið 2005 lauk hún BSC í iðnaðarverkfræði frá Háskóla Íslands. Sylvía starfaði í 5 ár hjá Amazon fyrst sem sérfræðingur í nýfjárfestingum á fjármálasviði og seinna sem yfirmaður viðskiptagreindar og vörustjóri í Kindle deild Amazon. Árin 2007 til 2010 starfaði hún fyrir Seðlabanka Íslands sem Forstöðumaður viðbúnaðarsviðs.

Frá 2015 og 2018 starfaði Sylvía hjá Landsvirkjun sem Forstöðumaður tekjustýringar og seinna sem Forstöðumaður jarðvarmadeildar. Sylvía var einnig stundakennari við Háskóla Íslands í kvikum kerfislíkönum, rekstrarfræði og verkefnastjórnun (MPM). Sylvía gegnir nú stöðu sem Forstöðumaður á rekstrarsviði hjá Icelandair ásamt því að vera í stjórn Ölgerðarinnar og WCD (Women Corporate Directors á Íslandi).

Sylvía á ekki hluti í Símanum hf. Sylvía er ekki tengd helstu viðskiptaaðilum félagsins, samkeppnisaðilum eða hluthöfum sem eiga 10% eða meira í félaginu.

+

29.071 m.kr.

Tekjur samstæðunnar voru 29.071 m.kr. á árinu 2019.

16,9%

EBIT var 4.914 m.kr. eða 16,9% á árinu 2019.

36.632  m.kr.

Eigið fé samstæðunnar var 36.632 m.kr. og eiginfjárhlutfallið 55,9%.

8.507 m.kr.

Handbært fé frá rekstri var 8.507 m.kr. á árinu 2019.

Betri menning og virk starfsþróun
Ragna Margrét Norðdahl, Mannauðsstjóri

Betri menning og virk starfsþróun

Rétt eins og árið áður voru jafnréttismál ofarlega á baugi hjá Símanum, eins og í samfélaginu öllu. Vinna við Jafnréttisvísi Capacent var sett í forgang en þar er horft til jafnréttismála í talsvert víðari skilningi en t.d. jafnlaunavottun sem Síminn hefur hlotið nær til. Í Jafnréttisvísinum er horft til menningar innan Símans, vinnuumhverfis, skipurits og reynt að finna hluti í starfsumhverfinu sem betur mega fara. Við horfum á ásýnd Símans að innan sem og utan og viljum sýna í verki að hér séu allir jafnir.

Allt starfsfólk hefur tekið þátt í þessari vinnu og til urðu mælanleg markmið sem við vinnum eftir og munu hjálpa okkur að skapa enn öflugari vinnustað.

Símenntun starfsfólks var annað forgangsverkefni hjá Símanum. Fjórða iðnbyltingin hefur nú þegar bankað upp á hjá okkur en þjarkavæðing hefur gert það að verkum að mörg störf sem snúa t.d. að endurteknum gagnainnslætti og leiðréttingum í kerfum Símans hafa snarminnkað. Starfsfólk sem áður sinnti slíkum verkefnum hefur því getað þróast í starfi og þannig eflt sjálft sig og orðið að enn verðmætari starfskröftum fyrir Símann. Aukin sjálfvirknivæðing og kall viðskiptavina eftir aukinni sjálfsafgreiðslu mun gera símenntun starfsmanna enn mikilvægari á næstu misserum og ætlum við að vera tilbúin að svara því kalli.

Ársskýrsla 2019
Ársskýrsla 2019

Starfskjarastefna

Innan Símans er starfandi starfskjaranefnd, nefndin er undirnefnd stjórnar félagsins og er skipuð af henni í samræmi við starfsreglur stjórnar félagsins. Hlutverk starfskjaranefndar er að tryggja að starfskjör yfirstjórnenda taki mið af afkomu fyrirtækisins til langs tíma, frammistöðu þeirra sjálfra og hagsmunum hluthafa. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við stefnu starfskjaranefndar. Stefna starfskjaranefndar er að tryggja að félaginu sé jafnan kleift að laða til sín og halda í starfi hæfum stjórnendum. Í þessu skyni ber nefndinni að ráðfæra sig við ytri ráðgjafa um starfskjör í sambærilegum fyrirtækjum þegar þörf krefur. Hlutverki nefndarinnar er ætlað að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 5. útgáfa 2015.

Nefndin samþykkti starfskjarafyrirkomulag til handa framkvæmdastjórum Símans fyrir starfsárið 2019. Föst laun voru ekki hækkuð en haldið var inni breytilegum þætti, eftir rekstrarniðurstöðu félagsins, sem að hámarki gæti numið aukagreiðslna í formi þriggja mánaðargreiðslna. Í raun leiddi fyrirkomulag aukagreiðslna til umrædds hóps að meðaltali til greiðslu 1,75 mánaðarlauna aukalega sem greidd voru út á árinu 2019. Fyrir starfsárið 2020 er breytilegi þáttur launakerfisins áfram miðaður við rekstrarniðurstöðu félagsins og ýmis frammistöðutengd atriði, þannig að hámark aukagreiðslna getur numið þremur mánaðargreiðslum.

Starfskjaranefnd skipa nú Jón Sigurðsson formaður nefndarinnar, Bjarni Þorvarðarson og Sylvía Kristín Ólafsdóttir. Bertrand Kan var formaður nefndarinnar í upphafi árs 2019 en gekk úr nefndinni á sama tíma og hann lét af störfum sem formaður stjórnar Símans í nóvember 2019. Kom Jón þá í hans stað í starfskjaranefnd. Ksenia Nekrosova var meðlimur nefndarinnar frá upphafi árs en gekk úr nefndinni fyrir Bjarna í nóvember 2019. Starfskjaranefnd hélt 3 fundi árið 2019 og var mæting góð.

Núgildandi starfskjarastefna var samþykkt á aðalfundi félagsins 2019. Hér má nálgast starfskjarastefnu Símans og starfsreglur starfskjaranefndar.

Samstæðan, viðtal við stjórnarformann

Míla

Míla er heildsölufyrirtæki á fjarskiptamarkaði sem á og rekur fjarskiptainnviði á landsvísu

Míla
Míla

Undirstaða fjarskipta á Íslandi

Hlutverk Mílu er að vera undirstaða fjarskipta á Íslandi. Öll helstu fjarskiptafélög landsins nýta sér aðgang að grunnneti Mílu með einum eða öðrum hætti. Um er að ræða óvirka innviði svo sem hús, möstur, strengi og tæknibúnað, bæði til að búa til bandvíð sambönd milli staða og svæða og tengingar til fyrirtækja, heimila eða endanotenda. Grunnnetið er umfangsmikið heildstætt kerfi sem gegnir mikilvægu hlutverki í fjarskiptum á Íslandi. Fjarskipti eru ein af grunnstoðum samfélagsins og mikilvægt fyrir öryggi fjarskipta að til staðar sé eitt heildstætt kerfi fjarskiptainnviða sem þjónar öllu landinu, það kerfi á og rekur Míla.

Míla leggur ríka áherslu á áreiðanleika og öryggi enda er félagið lífæð fjarskipta hér á landi. Stjórnstöð Mílu vaktar stærri stofnsambönd og sæstrengi sem tengir landið við útlönd og hámarkar þannig uppitíma sambanda og þjónustu og stuðlar að skjótum viðbrögðum við bilunum þegar strengir slitna eða náttúruvá stefnir innviðum í hættu. Í óveðrinu í desember reyndi á öll fjarskiptakerfi í víðfeðmu og langvarandi rafmagnsleysi. Grunnnet Mílu stóðst vel þær aðstæður og tókst að halda fjarskiptum gangandi á öllum þéttbýlisstöðum landsins.

Mikilvægi öryggis
VIÐTAL VIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA MÍLU

Ljósleiðaravæðing og hagkvæm uppbygging

Jón Ríkharð Kristjánsson

Rekstur Mílu gekk vel árið 2019 og var árangurinn vel umfram áætlanir. Þekking og reynsla starfsfólks, kostnaðaraðhald, stöðugar umbætur og áhersla á hagkvæmni hefur skilað félaginu góðum árangri, bæði í rekstri og fjárfestingarverkefnum.

Eins og undanfarin ár lagði Míla áherslu á uppbyggingu og tengingu heimila við ljósleiðara á árinu 2019. Uppbyggingin gekk vel og í árslok áttu tæp 90 þúsund heimili möguleika á ljósleiðaratengingu gegnum kerfi Mílu og um 32.300 heimili voru komin með ljósleiðaratengingu frá Mílu. Ljósleiðaravæðingin hefur verið mikil á höfuðborgarsvæðinu á síðustu árum en á árinu 2019 var einnig mikil áhersla lögð á önnur bæjarfélög. Lokið var við að leggja ljósleiðara til meirihluta heimila á Selfossi og áfram var unnið að sömu uppbyggingu í Reykjanesbæ. Þá var hafist handa við lagningu ljósleiðara á Húsavík og á Egilsstöðum. Auk þess voru nýbyggingar í þéttbýli um allt land tengdar með ljósleiðara Mílu. Samhliða þessu hefur Míla komið að verkefnum við lagningu ljósleiðara til heimila í dreifbýli í samvinnu við sveitarfélög og unnið að mikilvægum verkefnum við lagningu og endurnýjun stofnstrengja.

Ný lög, nr. 125/2019, leggja áherslu á hagkvæma uppbyggingu fjarskiptainnviða. Hagkvæmni í uppbyggingu hefur verið ein af megináherslum Mílu, bæði í verki og opinberri umræðu undanfarin ár. Míla á mikla innviði í jörðu, svo sem rör og strengi, sem hagkvæmt og skynsamlegt er að nýta við uppbyggingu fjarskipta til framtíðar og um leið lágmarka kostnað. Míla er nú þátttakandi í samstarfsverkefnum víða um land þar sem samnýting framkvæmda og fyrirliggjandi innviðir skila lágmarks tilkostnaði við nauðsynlega uppbyggingu. Á sama hátt hefur Míla lagt mikla áherslu á að innviðir í eigu annarra, þar með talið strengir, séu aðgengilegir fyrir aðra til að uppfylla markmið laganna um hagkvæmni og lágmarka sóun. Áhersla Mílu á hagkvæmni við ákvarðanir og framkvæmd uppbyggingar mun, þegar fram í sækir, skila sér í betri arðsemi fjárfestinga og hagstæðari kjörum til neytenda.

+

6.3  m.kr.

Velta félagsins var 6,3 milljarðar og EBITDA ársins var 3,9 milljarðar eða 61%.

90þ.

Fjöldi heimila með aðgang að ljósleiðaratengingu gegnum Mílu er um 90 þúsund á landsvísu.

Ljósleiðara uppbygging

Tengdum heimilum fjölgaði um rúm 12 þúsund og voru 32.300 í lok árs.

24/7/365

Öflug vöktun er á öllum fjarskiptakerfum Mílu 24/7/365.

Míla
Míla

Mikilvægi öryggis

Áhersla Mílu á rekstraröryggi fjarskiptainnviða tekur mið af mikilvægi starfsemi félagsins. Míla hefur  unnið markvisst að því að auka öryggi fjarskipta, bæði með eigin uppbyggingu og í samstarfi við aðra. Fjarskiptaþjónustan er í eðli sínu viðkvæmari en þjónusta flestra annarra mikilvægra innviða landsins. Uppruni fjarskiptaþjónustu er á höfuðborgarsvæðinu sem gerir kerfið heildstætt yfir allt landið og um leið jafnt öruggt og veikasti hlekkurinn. Á móti kemur að grunninnviðir fjarskipta eru flestir í jörðu og innandyra.  

Öll fjarskiptaþjónusta er háð rafmagni og þær aðstæður sem sköpuðust í óveðrinu í desember draga fram mikilvægi öryggis fjarskipta. Míla hefur bent á að opinber stefna um uppbyggingu samkeppni í fjarskiptainnviðum getur haft neikvæð áhrif á öryggi og víða úti á landi er það staðreynd.

Sensa

Sérfræðiþekking og fyrsta flokks þjónusta í upplýsingatækni.

Sensa
Fyrsta flokks

Sensa

Síðastliðin ár hefur Sensa lagt áherslu á að styrkja þekkingu og uppbyggingu innviða fyrir skýjaþjónustu, þróa öryggislausnir sem ná til skýjalausna og annarra innviða og bæta við stafrænar, virðisaukandi lausnir fyrir viðskiptavini. Í lok árs 2019 festi Sensa kaup á hugbúnaðar- og skýjalausnafyrirtækinu Hux sem enn frekar styður við stafrænt lausnaframboð Sensa. Fyrirtækið er því mjög vel í stakk búið að aðstoða fyrirtæki og stofnanir við að nýta þau tækifæri og takast á við þær áskoranir sem tæknibylting síðastliðinna ára hafa í för með sér. Starfsfólk Sensa býður upp á ráðgjöf og lausnir til að aðstoða fyrirtæki, ríki og sveitarfélög til að takast á við áskoranir skýjavæðingar.

Tækifæri
VIÐTAL VIÐ FRAMKVÆMDASTJÓRA SENSA

Tækifæri

Valgerður Hrund Skúladóttir

Sensa veitir fyrirtækjum og stofnunum á Íslandi þjónustu, ráðgjöf og lausnir í flóknum heimi upplýsingatækninnar. Tæknibyltingin heldur áfram og fyrirtæki standa stöðugt frammi fyrir nýjum tækifærum og áskorunum samhliða kröfum um hagkvæmari rekstur. Skýja- og sjálfvirknivæðing fyrirtækja og stofnana er áberandi á markaðnum um þessar mundir og er Sensa vel í stakk búið til að leggja viðskiptavinum sínum lið og er tilbúið að leiða markaðinn áfram með framúrskarandi sérfræðingum og samstarfsaðilum.

Sensa setur mikinn kraft í að styrkja menntun og hæfni starfsfólksins og er fyrirtækið stolt af því að hafa marga af færustu sérfræðingum landsins í ýmsum þáttum innan veggja fyrirtækisins. Sensa væri ekkert án starfsfólksins.

Eftir að hafa farið í gegnum tiltekt, endurbætur og uppfærslur á innviðum fyrirtækisins undanfarin ár var Sensa mjög vel í stakk búið að efla þekkingu fyrirtækisins á þeim viðfangsefnum sem markaðurinn er nú að kalla eftir. Skýjavæðing er ekki einfalt verk og í þeirri vegferð þarf að huga að ýmsum þáttum líkt og áður, eins og öryggi, afritun, uppbyggingu netinnviða og skipulag upplýsinga svo eitthvað sé nefnt. Að auki þarf að tryggja að starfsmenn læri að nota þessi nýju umhverfi sem gefa starfsmönnum tækifæri á að vinna saman með öðruvísi hætti en það er vant og getur aukið framleiðni fyrirtækja.

+

4.795  m.kr

Velta félagsins var tæpir 4,8 milljarðar króna árið 2019 og EBITDA 8,8%

Félagið

Sensa er eitt af stærstu upplýsingatæknifyrirtækjum landsins, stofnað árið 2002 og með yfir 100 starfsmenn.

Virðisauki

Sensa leggur áherslu á lausnir sem eru virðisaukandi fyrir viðskiptavini þess, falla inn í krefjandi umhverfi og henta kröfuhörðum viðskiptavinum.

Hýsing

Verkefni í skýja- og sjálfvirknivæðingu fyrirtækja og stofnana jukust mikið 2019. Mikilvægt er að hafa góða yfirsýn og skilning á tækifærum og áskorunum.

Ársreikningur Símans

Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Símans hf. og dótturfélaga. Allar fjárhæðir eru í milljónum króna.

Rekstrarreikningur

Rekstrarreikningur

Efnahagsreikningur

Ársreikningur  Mynd1

Skuldir og eigið fé

Skuldir og eigið fé

Sjóðstreymisyfirlit

Sjóðstreymisyfirlit

Starfsþættir

Starfsþættir

Lykiltölur

Samfélagsábyrgð

Við hjá Símanum tengjum gildi Símans við áherslur okkur í samfélagsábyrgð. Við leggjum áherslu á arðbæran og ábyrgan rekstur sem og að umgangast umhverfið og samfélagið allt af virðingu. Síminn nýtur trausts í samfélaginu sem aðeins er áunnið, þess vegna skiptir máli að vera virkur þáttakandi í samfélaginu og nýta þekkingu okkar og þjónustur til góðs.

Jafnrétti
SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Jafnrétti

Síminn vinnur statt og stöðugt að því að skapa fyrsta flokks vinnuumhverfi fyrir starfsfólk sitt. Starfsfólki Símans á að líða vel í vinnunni, það skal hafa jöfn tækifæri til starfsþróunar og símenntunar og gleði og samstarfsvilji á að einkenna öll okkar störf.

Síminn hefur hlotið jafnlaunavottun ásamt því að mikil vinna hefur farið fram í Jafnréttisvísi Capacent þar sem horft er til jafnréttismála í víðari skilningi en almennt er gert. Þannig hafa verið sett upp mælanleg markmið sem öll eiga að stuðla að því að auka jafnrétti og skapa öflugari vinnustað með enn öflugari starfsfólki innanborðs.

Sjálfbærniskýrsla

Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Við höfum sett þrjú heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna í forgrunn. Þau eru valin með starfsemi Símans að leiðarljósi og getu fyrirtækisins til að hafa jákvæð áhrif á haghafa, samfélag og umhverfið.

Jafnrétti kynjanna

Síminn stuðlar að auknu kynjajafnrétti hjá Símanum með markvissum aðgerðum í Jafnréttisvísi og eyða kynbundnum launamun. Auk þess vinnur Síminn að menntun og þjálfun kvenna í tækni með háskólasamfélaginu.

Nýsköpun og uppbygging

Aukin stafvæðing, að gera sem flesta hluti stafræna og læsilega tölvum er nátengt starfsemi Símans. Við vinnum að þróun sjálfbærra og kolefnislágra innviða í fjarskiptageiranum og styðjum við íslenska máltækni.

Sjálfbærar borgir og samfélög

Síminn vinnur að því að innleiða kolefnislága stafræna innviði sem hafa það að markmiði að draga úr umhverfisáhrifum Símans sem og þeirra sem nýta tæki og tækni Símans.

SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Örugg og fagleg vinnubrögð

Hlutverk Símans er að skapa fjölbreytt tækifæri fyrir einstaklinga og fyrirtæki í gegnum fjarskipti og upplýsingatækni. Þannig tökum við virkan þátt í að efla atvinnulíf sem og byggð í landinu öllu.

Síminn leggur áherslu á góða stjórnarhætti og tekið er mið af reglum Viðskiptaráðs Íslands, Nasdaq OMC Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins. Öryggisráð Símans ber ábyrgð á að starfrækja virkt stjórnunarkerfi sem nær til alls upplýsingaöryggis Símans. Síminn er ISO vottaður og leitar allra leiða til að tryggja örugga og faglega þjónustu með skýru verklagi, stöðugum umbótum á ferlum og kerfum sem auka öryggi og þekkingu starfsfólks og viðskiptavina.

Örugg og fagleg vinnubrögð
Samfélag
SAMFÉLAGSÁBYRGÐ

Samfélag

Síminn er virkur þáttakandi í íslensku samfélagi. Þáttaka Símans byggir á því meginstefi að nýta þá þekkingu, tækni og þjónustu sem til er hjá Símanum. Þannig nýtist styrkur Símans sem best til góðra verka í samstarfi við fjölda góðgerðar- og líknarfélög, lista- og menningarlíf, íþróttahreyfinguna og vísinda- og menntasamfélagið.

Síminn er stoltur bakhjarl Borgarleikhússins ásamt því að við höldum Símamótið, stærsta kvennaknattspyrnumót landsins í samstarfi við Breiðablik. Síminn er í góðu samstarfi við menntastofnanir og hefur verið gjöfult samstarf milli Símans og bæði Háskóla Íslands og Háskólans í Reykjavík ásamt því að Síminn hefur tekið þátt í mörgum verkefnum með vísindasamfélaginu.

Allt sorp og annað sem til fellur hjá Símanum er flokkað og skilað í endurvinnslu, við notum endurnýtanleg ílát og leitum allra leiða til að minnka sorpmyndun. Starfsfólk er hvatt til umhverfisvænna samgangna og við nýtum tæknina til að fækka ferðalögum og þannig minnka kolefnisfótspor okkar.