Umgjörð um stjórnarhætti
Stjórnarhættir hjá Símanum eru skilgreindir sem umgjörð utan um umsýslu og stjórnun fyrirtækisins og tæki til samskipta milli stjórnenda fyrirtækisins, félagsstjórnar, hluthafa og annarra hagsmunaaðila.
Síminn leggur áherslu á góða stjórnarhætti og eru þeir markaðir af lögum nr. 2/1995 um hlutafélög, samþykktum félagsins, starfsreglum stjórnar og siðareglum félagsins auk þess sem félagið hefur innleitt samkeppnisréttaráætlun í starfsemi sína sem er mikilvægur hluti af stjórnarháttum þess.
Stjórnarhættirnir taka mið af leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar eru út af Viðskiptaráði Íslands, Nasdaq OMX Iceland hf. og Samtökum atvinnulífsins, 6. útgáfa 2021.
Leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja má finna hérna.
Hluthafafundur
Æðsta vald í málefnum félagsins er í höndum hluthafa þess. Aðalfund félagsins skal halda fyrir lok maí ár hvert. Hlutabréf félagsins eru rafræn og skráð hjá Nasdaq verðbréfamiðstöð hf., sem jafnframt hýsir hlutaskrána. Hlutaskráin er aðgengileg hluthöfum á skrifstofu félagsins.
Samþykktir
Samþykktir eru hluti af stofnskjölum hlutafélaga. Samþykktir Símans geyma m.a. reglur um tilgang félagsins, hlutafé, hluthafafundi, stjórn, ársreikninga og endurskoðun.
Stjórn félagsins
Stjórn Símans hf. fer með æðsta vald í málefnum félagsins á milli hluthafafunda með þeim takmörkunum sem leiða af lögum, samþykktum félagsins og starfsreglum stjórnar. Stjórnarformaður hefur tilteknu hlutverki að gegna sem mælt er fyrir um í starfsreglum stjórnar Símans og gert er ráð fyrir að hann sinni í samræmi við leiðbeiningar um stjórnarhætti fyrirtækja.
Stjórnin er skipuð þeim Jóni Sigurðssyni, formanni stjórnar, Sigrúnu Rögnu Ólafsdóttur varaformanni stjórnar, Arnari Þór Mássyni, Bjarna Þorvarðarsyni og Valgerði Halldórsdóttur.
Stjórn telur að samsetning hennar samræmist starfsemi og stefnu félagsins þannig að henni sé kleift að sinna málefnum félagsins af skilvirkni og heilindum.
Starfsreglur stjórnar
Starfsreglur stjórnar eru settar á grundvelli 5. mgr. 70. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög.
Undirnefndir
Hjá Símanum starfa tvær undirnefndir stjórnar, endurskoðunarnefnd og starfskjaranefnd. Auk þess er starfandi tilnefningarnefnd hjá félaginu.
Endurskoðunarnefnd
Hlutverk endurskoðunarnefndar er að tryggja áreiðanleika fjármálaupplýsinga til hluthafa, hafa umsjón með innri endurskoðun félagsins og bókhaldskerfi, svo og að leggja mat á vinnu fjármálastjórnenda fyrirtækisins og kjörins endurskoðanda. Hlutverk nefndarinnar nær til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, sem gefnar eru út af Viðskiptaráði, Kauphöllinni (OMX) og Samtökum atvinnulífsins. Endurskoðunarnefnd er skipuð þremur nefndarmönnum að lágmarki. Nefndarmenn skulu búa yfir þeirri reynslu og þekkingu sem nauðsynleg er til þess að gegna störfum sínum.
Endurskoðunarnefnd skipa Sigrún Ragna Ólafsdóttir formaður, Arnar Þór Másson og Bjarni Þorvarðarson.
Starfsreglur endurskoðunarnefndar má nálgast hér.
Starfskjaranefnd
Hlutverk starfskjaranefndar er að tryggja að starfskjör yfirstjórnenda taki mið af afkomu fyrirtækisins til langs tíma, frammistöðu þeirra sjálfra og hagsmunum hluthafa. Framkvæmdastjóri er ábyrgur fyrir starfskjörum annarra og ber honum að tryggja að starfskjör séu ávallt í samræmi við stefnu starfskjaranefndar. Stefna starfskjaranefndar er að tryggja að félaginu sé jafnan kleift að laða til sín og halda í starfi hæfum stjórnendum. Í þessu skyni ber nefndinni að ráðfæra sig við ytri ráðgjafa um starfskjör í sambærilegum fyrirtækjum þegar þörf krefur. Hlutverki nefndarinnar er ætlað að ná til þeirra verkefna sem kveðið er á um í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja, 6. útgáfa 2021.
Starfskjaranefnd skipa Jón Sigurðsson, formaður, Arnar Þór Másson og Valgerður Halldórsdóttir.
Núgildandi starfskjarastefna var samþykkt á aðalfundi félagsins 2024. Starfskjarastefnu félagsins má nálgast hér.
Tilnefningarnefnd
Síminn hf. setti á laggirnar tilnefningarnefnd í samræmi við ákvörðun hluthafafundar félagsins þann 28. nóvember 2018, sbr. einnig ályktun aðalfundar þann 15. mars 2018. Tilgangur tilnefningarnefndar Símans hf. er að huga að hagsmunum allra hluthafa og tilnefna frambjóðendur í stjórn félagsins. Tilnefningarnefnd fer yfir þekkingu og reynslu stjórnar sem heild og í framhaldi metur frambjóðendur út frá þekkingu og reynslu og hvort þeir geti sinnt skyldum sínum samkvæmt samþykktum félagsins, lögum um hlutafélög nr. 2/1995, auk annarra laga og reglugerða sem gilda um félagið. Ekki er sjálfgefið að breyta þurfi samsetningu stjórnar á hverjum tíma en slíkt er háð aðstæðum hverju sinni, virkni núverandi stjórnar og vilja núverandi stjórnarmanna til áframhaldandi stjórnarsetu.
Í tilnefningarnefnd Símans eru:
- Jensína Kristín Böðvarsdóttir, formaður nefndarinnar
- Steinunn Kristín Þórðardóttir
- Eyjólfur Árni Rafnsson
Starfsreglur tilnefninganefndar Símans hf.
Árangursmat stjórnar
Stjórn félagsins framkvæmdi formlegt árangursmat á störfum og lauk því 20. febrúar 2024. Árangursmati er ætlað að bæta vinnubrögð og auka skilvirkni stjórnarinnar og meta störf undirnefnda stjórnar.
Samskipti hluthafa og stjórnar
Samskipti stjórnar við hluthafa eiga að einkennast af hreinskilni og vera skýr og samræmd. Beini hluthafar fyrirspurnum til stjórnar félagsins skal stjórn vera tilkynnt um þær og hafa yfirumsjón með viðbrögðum félagsins við þeim.
Framkvæmdarstjórn og skipurit
Starfsemi Símans skiptist í fjögur svið, sem heyra undir forstjóra fyrirtækisins, Maríu Björk Einarsdóttur. Forstjóri og framkvæmdastjórar sviða mynda framkvæmdastjórn félagsins.
María Björk hóf störf hjá Símanum í september 2024. María kom til Símans frá Eimskip þar sem hún starfaði sem fjármálastjóri frá árinu 2021. María Björk hefur áður t.d. unnið sem framkvæmdastjóri Ölmu íbúðafélags, áður Almenna leigufélagið, hjá Gamma Capital Management og Íslandsbanka. María Björk er menntuð rekstrarverkfræðingur frá Háskólanum í Reykjavík.
Berglind hóf störf hjá Símanum árið 2011 og tók við starfi framkvæmdastjóra sölu og þjónustu árið 2022. Áður starfaði Berglind hjá Verði, Sjóvá og Sameinaða líftryggingafélaginu. Berglind er með B.Sc. gráðu í viðskiptafræði frá Viðskiptaháskólanum á Bifröst og hefur lokið PMD stjórnendanámi frá Háskólanum í Reykjavík.
Logi hóf störf hjá Símanum í janúar 2023 sem framkvæmdastjóri Tækniþróunar. Áður starfaði Logi hjá Íslandsbanka þar sem hann sinnti starfi forstöðumanns Nýsköpunar og stafrænnar þróunar. Logi er með Ph.D. gráðu í markaðsfræðum og MBA gráðu, hvort tveggja frá Sydney Business School og BA gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands.
Birkir Ágústsson hóf störf hjá Símanum fyrst árið 2015 þegar hann kom til Símans frá dótturfélaginu Skjánum en kom aftur til Símans árið 2022 sem dagskrárstjóri innlendrar dagskrár. Birkir tók sæti í framkvæmdastjórn sem framkvæmdastjóri Miðla í september 2024. Áður starfaði Birkir sem markaðsstjóri Storytel á Íslandi, hjá 365 miðlum þar sem hann leiddi markaðs- og kynningarstarf sjónvarps. Birkir er með B.S.c- í viðskiptafræði með áherslu á markaðsfræði og alþjóðaviðskipti frá HÍ.
Óskar hóf störf hjá Símanum árið 2005 og hefur verið fjármálastjóri frá ársbyrjun 2011. Áður vann hann við greiningarstörf hjá Símanum og var forstöðumaður fjárstýringar árin 2009 – 2011. Áður vann hann hjá SPRON, Bear Stearns (USA) og Landsbankanum. Óskar er með BSc gráðu í viðskiptafræði frá Háskóla Íslands.
Vésteinn Gauti Hauksson hóf fyrst störf hjá Símanum árið 2013 og starfaði hér í þrjú ár áður en hann fór til Billboard. Nú kemur Vésteinn aftur til starfa hjá Símanum, en hann tók við stöðu framkvæmdastjóra Auglýsingamiðlunar í september 2024. Vésteinn var í átta ár hjá Billboard sem framkvæmdastjóri félagsins en áður starfaði Vésteinn sem forstöðumaður auglýsingasölu og markaðsrannsókna hjá Símanum á árunum 2013 til 2016. Vésteinn hefur áratuga reynslu af auglýsingasölu og rekstri í heimi fjölmiðla.
Skipurit Símans
2024
2023
2022
2021
2020
2019
2018
2017
2016
2024 English
2023 English
2022 English
2021 English
2020 English
2019 English
2018 English
Aðalfundur 14. mars 2024
Fundarboð og dagskrá
Fundargögn
- Tillögur stjórnar fyrir aðalfund
- Tillaga að starfskjarastefnu
- Upplýsingar um réttindi hluthafa
- Skýrsla tilnefningarnefndar
Eyðublöð
English
Aðalfundur 9. mars 2023
Hluthafafundur 26. október 2022
Fundarboð og dagskrá
Fundargögn
- Endanlegar tillögur stjórnar fyrir hluthafafund – uppfært skjal.
- Tillögur stjórnar fyrir hluthafafund
- Lækkun á hlutafé - yfirlýsing stjórnar
- Lækkun á hlutafé - yfirlýsing endurskoðanda
- Upplýsingar um réttindi hluthafa
Eyðublöð
- Umboðseyðublað hluthafafundur
English
Aðalfundur 10. mars 2022
Fundarboð og dagskrá
Fundargögn
- Endanlegar tillögur stjórnar fyrir aðalfund
- Tillögur stjórnar fyrir aðalfund
- Skýrsla tilnefningarnefndar
- Tillaga að starfskjarastefnu
- Tillaga að kaupréttaráætlun fyrir starfsmenn
- Tillaga að kaupréttaráætlun fyrir stjórnendur
- Breytingartillaga frá Gildi-lífeyrissjóði
- Upplýsingar um réttindi hluthafa
Eyðublöð
Aðalfundur 11. mars 2021
Aðalfundur 12. mars 2020
Fundarboð og dagskrá
Fundargögn
- Endanlegar tillögur stjórnar fyrir aðalfund
- Upplýsingar um frambjóðendur
- Tillögur stjórnar fyrir aðalfund
- Skýrsla tilnefningarnefndar
- Tillaga að starfskjarastefnu
- Upplýsingar um réttindi hluthafa
Eyðublöð
- Framboðseyðublað stjórn
- Framboðseyðublað tilnefningarnefnd
- Umboðseyðublað
- Lækkun á hlutafé - yfirlýsing stjórnar
- Lækkun á hlutafé - yfirlýsing endurskoðanda
English
- AGM Agenda
- Proposals to the AGM of Síminn 2021
- Nomination committee report
- Remuneration Policy - Proposal
- Shareholders rights
- Declaration of candidacy - BoD
- Declaration of candidacy - NC
- Proxy form
Hluthafafundur 21. nóvember 2019
Fundarboð og dagskrá
Fundargögn
Eyðublöð
English
Aðalfundur 21. mars 2019
Eldri fundargerðir
Hluthafafundur 28. nóvember 2018
Aðalfundur 2018
Aðalfundur 2017
Aðalfundur 2016
Aðalfundur 2015
Aðalfundur 2014
Hluthafafundur 8. september 2015
Hlutabréfaupplýsingar
Innra eftirlit og áhættustýring
Stefna félagsins um áhættustýringu hefur þann tilgang að viðhalda yfirsýn og viðeigandi stýringu áhættu í starfsemi Símans og dótturfélaga. Hjá hverju félagi innan samstæðunnar skal starfa öryggisráð eða sambærilegur vettvangur sem sér til þess að stefnunni sé framfylgt og að starfrækt sé stjórnskipulag áhættustýringar og samræmt áhættustýringar ferli sem hentar umfangi viðkomandi fyrirtækis.
Fyrirtækin skulu greina og meðhöndla áhættu í starfsemi sinni með reglubundnu áhættumati, markvissu eftirliti og aðgerðum. Stjórn og stjórnendur stýra áhættu félagsins í samræmi við áhættuvilja félagsins sem inniheldur áhættumörk sem félagið vill halda sig innan.
Gildi félagsins
Gildi Símans eru framsækni og einfaldleiki.
Siðareglur
Félagið vinnur eftir siðareglum sem síðast voru endurskoðaðar og samþykktar af framkvæmdastjórn í september 2021.
Upplýsingastefna Símans
Upplýsingastefna tekur mið af reglum Kauphallar - Nasdaq Iceland fyrir útgefendur fjármálagerninga.