Skilmálar

Hér finnur þú skilmála fyrir Þrennu farsímaþjónustu sem er með opið fyrir umframnotkun.

Þrenna - skilmálar

1. GILDISSVIÐ

Skilmálar þessir kveða á um réttindi og skyldur viðskiptavina Símans í farsímaáskriftarleiðinni Þrennu, hér eftir „Þrenna“. Almennir skilmálar Símans um fjarskiptaþjónustu gilda þar sem ákvæðum þessara skilmála sleppir. Stangist ákvæði þeirra og ákvæði þessara skilmála á, skulu ákvæði þessara skilmála ganga framar.

Skilmálar þessir gilda frá og með 1. janúar 2016.

2. VIÐSKIPTASKILMÁLAR ÞRENNU

Þrenna er farsímaáskriftarleið hjá Símanum. Áskriftarleiðin Þrenna er ekki í boði fyrir viðskiptavini undir 18 ára aldri.

ENDALAUSAR MÍNÚTUR OG ENDALAUS SMS

Endalausar mínútur má einungis nýta þegar hringt er innanlands í talsíma- og farsímakerfi Símans og/eða annarra innlendra símafyrirtækja. Endalaus SMS má nýta þegar sent er í farsíma innanlands í kerfi Símans og/eða annarra innlendra símafyrirtækja. Nánar tiltekið er um að ræða símtöl eða SMS í númer sem úthlutað hefur verið til að veita almenna talsímaþjónustu og almenna farsímaþjónustu á Íslandi.

Ekki er unnt að nýta innifaldar mínútur eða SMS til notkunar þegar viðskiptavinur Þrennu er staddur erlendis. Öll símtöl og SMS þegar viðskiptavinur er staddur erlendis sem og símtöl og SMS í erlend símanúmer eru gjaldfærð í samræmi við gildandi verðskrá Símans fyrir reikisímtöl eins og hún er á hverjum tíma og almenna skilmála Símans fyrir símanúmer í farsímaáskrift. Mun viðskiptavini berast sérstakur reikningur vegna slíkrar notkunar, sbr. frekari umfjöllun í kaflanum „Greiðslur“. Endalausar mínútur og Endalaus SMS gilda í 32 daga frá hverri greiðslu.

GAGNAMAGN

Innifalið gagnamagn gildir eingöngu við notkun innanlands. Ef gagnamagn fer undir 50MB er gjaldfært sjálfkrafa fyrir viðbótargagnamagn í samræmi við gildandi verðskrá Símans vegna Þrennu hverju sinni.

Innifalið gagnamagn gildir í 62 daga frá hverri gjaldfærslu. Ef innifalið gagnamagn er ekki fullnýtt innan 62 daga frá gjaldfærslu fyrnist það og fellur þá einnig niður réttur viðskiptavinar til að nýta gagnamagnið. Gildistími endurnýjast í hvert skipti sem gjaldfært er fyrir viðbótargagnamagn. Gagnamagn getur að hámarki verið 50GB.

UMFRAMNOTKUN

Öll notkun sem ekki er innifalin í Þrennu samkvæmt ofangreindu er gjaldfærð í samræmi við verðskrá Símans hverju sinni, sbr. frekari umfjöllun neðar í kaflanum „Greiðslur“.

SPOTIFY

Viðskiptavinur Þrennu hefur kost á að skrá sig fyrir Spotify Premium áskrift sem Síminn sér um að gjaldfæra fyrir með sama hætti og áskriftarleið Þrennu. Gjaldfærsla hefst þann dag sem Spotify Premium þjónustan er virkjuð. Gjaldfært er fyrir mánaðartímabil við virkjun og á mánaðarfresti eftir það, þ.e. að fyrsta mánuði liðnum. Gjaldfærsla fer fram með sama hætti og fyrir áskriftarleiðina almennt sbr. umfjöllun neðar í kaflanum „Greiðslur“.

Um þjónustu Spotify gilda að öðru leyti almennir skilmálar Spotify sem unnt er að nálgast á vefsvæði Símans.

TILKYNNINGAR UM NOTKUN, BREYTINGAR EÐA UPPFÆRSLUR Á ÁSKRIFTARLEIÐINNI ÞRENNU

Síminn áskilur sér rétt til að hafa samband við viðskiptavin Þrennu með bréfpósti, tölvupósti, símtali eða SMS skilaboðum til viðskiptavinar í þeim tilgangi að upplýsa hann um mögulegar breytingar og/eða tæknilegar uppfærslur á þjónustu sem innifalin er í Þrennu eða annað sem tengist þjónustu Þrennu. Einnig heimilar viðskiptavinur Símanum að senda honum tilkynningar með áðurnefndum aðferðum um notkun hans, t.d. þegar 200 MB eru eftir af inniföldu gagnamagni.

SAMSKIPTI SÍMANS VIÐ VIÐSKIPTAVIN ÞRENNU Í MARKAÐSLEGUM TILGANGI

Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að beina skilaboðum til hans í markaðssetningartilgangi. Nær samþykkið bæði til markaðssetningar-skilaboða um vörur og þjónustu Símans.

Gætu slík markaðssetningarskilaboð borist viðskiptavini með símtali, bréfpósti, tölvupósti eða SMS skilaboðum.

Er viðskiptavini heimilt að andmæla slíkri notkun upplýsinga um sig hvenær sem er eða afturkalla samþykki sitt með því að senda tilkynningu þess efnis á vefsvæðinu www.siminn.is.

3. GREIÐSLUR

SJÁLFVIRKAR GREIÐSLUR


Viðskiptavinur er gjaldfærður sjálfkrafa fyrir mánaðargjaldi Þrennu þann 5. hvers mánaðar með greiðslukorti sem er skráð fyrir greiðslum í GOmobile appi. Mánaðargjaldið inniheldur Endalausar mínútur og Endalaus SMS auk gagnamagns skv. gildandi verðskrá Þrennu. Innifalið gagnamagn og verð áskriftarleiðarinnar er skilgreint í verðskrá Símans hverju sinni. Einnig er viðskiptavinur gjaldfærður sjálfkrafa fyrir áfyllingu á gagnamagni í hvert sinn sem innifalið gagnamagn er komið undir 50MB. Gagnamagnið sem fyllt er á ræðst af gildandi verðskrá Þrennu.

UMFRAMNOTKUN

Viðskiptavinur er gjaldfærður fyrir alla umframnotkun í samræmi við verðskrá Símans hverju sinni með þeirri greiðsluaðferð sem viðskiptavinur velur í GOmobile appinu eða á www.siminn.is. Umframnotkun er sú notkun á gagnamagni sem fer umfram það sem innifalið er í mánaðarlegri gjaldfærslu Þrennu eða sú notkun á símtölum eða SMS sem ekki er innifalin í Endalausum mínútum eða Endalaus SMS, eins og t.d. hvers konar yfirgjaldsþjónustur, símtöl til útlanda eða styrktarlínur.

Öll símnotkun viðskiptavinar Þrennu erlendis er gjaldfærð með reikningi í samræmi við verðskrá Símans fyrir reikisímtöl hverju sinni.

Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að senda honum reikninga með rafrænum hætti.

Öll símtöl eða SMS sem teljast til umframnotkunar eru gjaldfærð í hvert skipti sem hún fer yfir 1.000 kr, eða 5. hvers mánaðar - hvort sem á undan kemur. Viðskiptavinur getur eingöngu verið gjaldfærður fyrir 20.000 kr. í hverjum almanaksmánuði fyrir umframnotkun, en aldrei fyrir hærri upphæð en 5.000 kr. í einu.

ÁRANGURSLAUS GJALDFÆRSLA

Ef ekki tekst að gjaldfæra fyrir mánaðargjaldi Þrennu eða umframnotkun viðskiptavinar er reynt aftur 15 mínútum síðar og síðan á hverjum degi þar til gjaldfærsla tekst. Ef ekki næst að fylla á í samræmi við framangreinda lýsingu er gildistími farsímanúmersins 6 mánuðir frá síðustu gjaldfærslu. Ef sá tími hefur liðið verður inneign óvirk og viðskiptavinur getur hvorki hringt né móttekið símtöl. Þó getur viðskiptavinur alltaf hringt í 112.

Eftir að óvirka tímabilinu lýkur, ári eftir síðustu áfyllingu, fyrnist inneignin, ef einhver er. Áskilur Síminn sér rétt til að aftengja þjónustuna að þeim tíma liðnum.

4. MEÐFERÐ PERSÓNUUPPLÝSINGA

Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að skrá, varðveita og nota þær persónuupplýsingar sem hann veitir Símanum við skráningu í áskriftarleiðina, þ.e. upplýsingar um nafn viðskiptavinar, kennitölu hans og heimilisfang.

Í þeim tilvikum sem viðskiptavinur Þrennu er að nýskrá sig sem notanda GOmobile á vefsvæðinu www.siminn.is heimilar hann Símanum að skrá og varðveita tímabundið upplýsingar um greiðslukortanúmer hans til að afhenda GOmobile svo unnt sé að skrá hann sem notanda GOmobile. Að því loknu eru greiðslukortaupplýsingar viðskiptavinar varðveittar hjá GOmobile í samræmi við skilmála þess.

Einnig heimilar viðskiptavinur Þrennu að Síminn megi nota upplýsingar um símnotkun hans sem safnast samhliða notkun á þjónustunni, þar á meðal tegund símtækis.

Samþykkir viðskiptavinur að Síminn skrái, varðveiti og noti framangreindar upplýsingar um viðskiptavini í eftirfarandi tilgangi;

til að tryggja örugga persónugreiningu í viðskiptasambandi milli aðilanna,
til að uppfylla skilyrði laga um lágmarksskráningu gagna um fjarskiptaumferð notenda,
í tengslum við þjónustu fyrirtækisins til viðskiptavinar, þ. á m. varðandi mögulegar uppfærslur og/eða breytingar á þjónustu eða öðru sem kann að tengjast þjónustunni,
og í þágu markaðssetningar á vörum eða þjónustu Símans.

Með því að samþykkja skilmála þessa heimilar viðskiptavinur Þrennu Símanum að afhenda þriðja aðila upplýsingar um sig til nota við dreifingu markpósts.

Er viðskiptavini heimilt að afturkalla samþykki sitt fyrir notkun upplýsinga um hann í þágu markaðssetningar hvenær sem er.

Að öðru leyti afhendir Síminn ekki persónugreinanlegar upplýsingar um viðskiptavini til þriðja utanaðkomandi aðila án þess að fyrir liggi samþykki viðkomandi viðskiptavinar, vinnslusamningur, fullnægjandi lagaheimild eða dómsúrskurður.

5. BREYTINGAR Á SKILMÁLUM

Síminn áskilur sér rétt til þess að breyta skilmálum eða verðlagningu vegna áskriftarleiðarinnar Þrennu í samræmi við almenna skilmála Símans um fjarskiptaþjónustu og gildandi fjarskiptalög á hverjum tíma. Munu slíkar breytingar verða tilkynntar viðskiptavinum með nægilegum fyrirvara og með sannanlegum hætti.