Áskorun er í umsjón Gunnlaugs Jónssonar, knattspyrnu- og dagskrárgerðarmanns . Í þáttunum fá áhorfendur að kynnast viðmælendum í sínu náttúrulega umhverfi og fá að sjá hliðar sem fáir ef nokkrir þekkja, að baki sögum sem flestir hafa heyrt; kynnast manneskjunni undir búningnum. Rætt er við samstarfsfólk, fjölskyldu og vini og kafað undir yfirborðið í sögu hvers og eins.

Meðal viðmælenda eru knattspyrnuþjálfarinn Elísabet Gunnarsdóttir sem flutti til Svíþjóðar eftir stormasaman feril hér heima og er nú að hefja sitt 13. tímabil hjá Kristianstad í Svíþjóð. Ólympíufarinn og Akurnesingurinn Ingi Þór Jónsson sem fór inn í skápinn sem íþróttamaður þegar hann kom út úr honum í einkalífinu. Stelpurnar í Evrópumeistaraliði Gerplu frá 2010, lýsa mögnuðum samstarfsanda sem skilaði þeim ítrekað á pall en kostaði líka vináttu og fórnir. Sveitastrákurinn Tryggvi Snær Hlinason sem vissi ekki hvað körfubolti var fyrir nokkrum árum en er nú atvinnumaður í greininni og Guðmundur Guðmundsson handboltamaður og -þjálfari setti sér háleit markmið strax í bernsku og sér þau nú eitt af öðru rætast
