Öllum leikjum í Ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu hefur verið frestað vegna heimsfaraldurs COVID-19. Hvenær boltinn byrjar aftur að rúlla á Síminn Sport á eftir að koma í ljós en Síminn mun ekki gjaldfæra fyrir áskrift að Síminn Sport frá og með 1. apríl og á meðan að þetta ástand varir.
Viðskiptavinir okkar þurfa því ekkert að gera eða hafa óþarfa áhyggjur af áskriftinni. Hún verður virkjuð á ný þegar Enska úrvalsdeildin fer aftur af stað. Hugið frekar að eigin heilsu, vinum og ættingjum á þessum fordæmalausu tímum.