Rétt fyrir páska var farsímasamband við eldgosið í Fagradalsfjalli stórbætt til að koma viðskiptavinum okkar sem lögðu leið sína að gosinu í enn betra samband ásamt því að auðvelda vísindafólki og viðbragðsaðilum að sinna sínu hlutverki.
Nú höfum við sett fleiri bráðabirgða farsímasenda í samband nálægt gosstöðvunum sem koma öflugu sambandi á að bílastæðunum og gönguleiðinni sjálfri, í góðu samstarfi við Neyðarlínuna og önnur fjarskiptafyrirtæki. Þannig geta viðskiptavinir okkar verið í öruggara sambandi á leið sinni að gosinu. Við minnum líka á að símtöl í 112 virka alltaf í gegnum okkar senda óháð hvar viðkomandi hefur viðskipti sín.