Við viljum áfram leggja okkar af mörkum í þessum heimsfaraldri og höfum ákveðið að gjaldfæra ekki fyrir umframnotkun í maí. Viðskiptavinir hjá Símanum munu því njóta þess áfram að vera með endalaust gagnamagn. Þetta þýðir að ekki verður gjaldfært fyrir notkun umfram innifalið gagnamagn innanlands og á við um internettengingar heimila, farsímaáskriftir, Krakkakort og Þrennu.
Þannig þurfa þau sem vinna í fjarvinnu eða stunda fjarnám ekki að hafa áhyggjur af kostnaði sem aukinni notkun getur fylgt.
Áskrifendur að Síminn Sport þurfa ekki heldur að hafa áhyggjur þar sem áfram mun engin gjaldfærsla eiga sér stað fyrr en fótboltinn byrjar aftur að rúlla á Englandi.
Við viljum benda á að best er að nýta netspjallið hér eða sjálfsafgreiðslu í gegnum Símaappið og Þjónustuvef.