Leikið verður næstum alla daga næstu sex vikurnar, þar til lokaumferðin fer fram síðustu helgina í júlí. Líkt og annars staðar verða áhorfendur ekki leyfðir á áhorfendapöllunum. Samt sem áður verða áhorfendahljóð en þau eru tekin upp með nýrri tækni sem þróuð er með EA Sports, framleiðanda FIFA tölvuleikjanna.
Liverpool gæti tryggt sér titilinn í fyrsta sinn síðan Enska úrvalsdeildin var stofnuð árið 1992. Hörð barátta er um sæti í Meistaradeildinni og fallbaráttan verður æsispennandi.