Tilbaka
Tilbaka
Til baka
Senda fyrirspurn

Veldu erindi

Fylltu út eitt af neðantöldu!

Takk fyrir!

Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Texti undir formi1
Texti undir formi2
Viðhengi texti
Hleð inn skrá...
fileuploaded.jpg
Upload failed. Max size for files is 10 MB.
Texti falinn
0
Ertu hjá Símanum?
Verð samtals:
22.000
kr./ mán.
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Til baka
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Pöntunarform
Fréttir
2021-01-15
S-2-1 og af stað - forsalan hafin!

S-2-1 og af stað - forsalan hafin!

Best verður betra, gakktu í bæinn Samsung Galaxy S21.  

Árið 2021 byrjar með látum í snjallsímaheimi. Samsung kynnir nýtt flaggskip í S línunni og forsalan er hafin, það er bara þannig.

Þrjú ný tæki voru kynnt í dag og þau eru sannarlega glæsileg. Heilt yfir deila tækin þrjú sömu hönnun, sömu upplifun að mestu og þannig öllu því besta sem að Samsung hefur upp á að bjóða, allt keyrt áfram á hugviti Samsung og Android stýrikerfinu frá Google.

S-2-1 og af stað - forsalan hafin!
Grein1 myind

Þrjú ný tæki

Samsung Galaxy S21, Galaxy S21+ og Galaxy S21 Ultra eru tækin þrjú sem um er að ræða. Það sem aðskilur þau útlitslega er stærðin, en innvolsið er ekki alveg eins.

Galaxy S21 er með 6.2“ háskerpuskjá, Galaxy S21+ er með 6,7“ háskerpuskjá en Galaxy S21 Ultra er með stærðarinnar 6,8“ ultraháskerpuskjá. S21 og S21+ eru með 120hz skjá sem lætur allar hreyfingar á skjánum verða silkimjúkar. S21 Ultra er með breytilegum skjá og þannig stekkur hann úr 1hz í 120hz allt eftir því hvað er í gangi, það hjálpar þessum stærðarinnar skjá að spara rafhlöðuna enda óþarfi að endurhlaða skjámyndina 120x á sekúndu af óþörfu.

Þrjár aðalmyndavélar eru á tækjunum, en S21 Ultra er með fjórar!

12MP myndavélin er eflaust sú sem oftast verður notuð, einnig má finna 12MP víðlinsu og 64MP aðdráttarlinsu. S21 Ultra er með 108MP (þetta er ekki innsláttarvilla) linsu, 12MP víðlinsu og tveimur aðdráttarlinsum. Önnur getur þysjað þrefalt og er 10MP á meðan að hin getur þysjað tífalt og er líka 10MP. 8K myndbandsupptaka er í boði og gervigreind er beisluð til að hjálpa þér að ná bestu myndinni, á rétta augnablikinu.

Að framan er 10MP sjálfumyndavél á meðan S21 Ultra skartar himinhárri 40MP sjálfumyndavél.

Gervigreindin og þrívíddarsýn er svo notuð til hjálpa þér að ná frábærum „portrait“ sjálfum þar sem skerpa og dýpt er stillt af svo þú njótir þín sem allra best á sjálfunni.

Nýjasta tæknin

Samsung Galaxy S21 línan styður Wifi 6, allra nýjasta staðalinn í þráðlausum netum ásamt því að S21 Ultra bætir við sig WiFi 6e stuðningi sem er aðeins meira og betra. Þó má hafa í huga að WiFi 6 er ekki útbreitt eða komið í beina sem talist getur, en slíkt mun gerast hægt og rólega. Eins styður S21 línan 5G, fimmtu kynslóð farsímaneta en Síminn hefur sett upp tilraunasenda og er frekari frétta um 5G væðingu Símans að vænta fyrr en síðar.

S21 línan kemur öll með uppfærða útgáfu af One UI viðmóti Samsung og Android 11, nýjustu útgáfu Android stýrirkerfisins frá Google. Samsung hefur stigið mörg frábær skref í bestun viðmótsins og þannig gert það nýtilegra í stað þess að reyna að gera allt eins og var algengt í upphafi Android stýrikerfisins og snjallsímabyltingarinnar.

Með hverri útgáfu verður One UI viðmótið stílhreinna og betra fyrir okkur sem notendur. Nýjung í þessari útgáfu er t.d. að notendur geta nú notað Google Discovery þannig að þegar farið er til hægri frá heimaskjá kemur allt það helsta sem Google telur þig hafa áhuga á þann daginn, virkilega nýtilegt sem og notalegt.

Galaxy S21 Ultra kemur með S Pen stuðningi sem Galaxy Note notendur hafa aðeins getað notið. Þannig er hægt að glósa, teikna og leika sér með S Pen pennanum sem margir Note notendur hafa elskað í gegnum tíðina.

Hönnun upp á 21

Eins og alltaf er hönnun S21 línunnar upp á tíu, eða 21 kannski. Tækin eru afskaplega falleg og létt í hendi. Í stað bakhliðar sem glansar og kámast auðveldlega er komin mött bakhlið sem kámast ekki og gerir símann stöðugri í hendi. Bakið er einnig sléttara en áður þar sem tekist hefur að minnka myndavélarnar þannig að þær standi ekki eins mikið út. S21 Ultra er þó undantekning enda stærri og meiri myndavélar þar.

Einnig má nefna að S21 er með uppfærðan og leiftursnöggan en öruggan fingrafaraskanna til að aflæsa símanum, Dolby Atmos stuðningi og skjáirnir eru svo allir með nýjustu kynslóð Gorilla Glass sem nefnist Gorilla Glass Victus sem gerir skjáinn enn endingarbetri þar sem enn erfiðara verður að skemma hann. Það gæti samt gerst þannig að ekki henda honum viljandi í jörðina.

Forsalan á Samsung Galaxy S21 er hafin í vefverslun Símans en afhending forsölutækja fer fram 29. janúar.

"
Grein2 mynd
No items found.
Grein3 Mynd
Grein4 Mynd
No items found.
Komdu til Símans

Forsalan er hafin!

Forsala á Samsung S21 er hafin í vefverslun okkar en afhending á forsölutækjum er 29. janúar.