Þann 1. janúar næstkomandi mun farsímaþjónusta hjá Símanum taka jákvæðum breytingum. Við viljum koma í veg fyrir óvæntan kostnað hjá viðskiptavinum okkar og munum því hætta að bæta gagnamagni sjálfvirkt við farsímaáskriftir ef innifalið gagnamagn klárast.
Þess í stað getur verður hægt að velja að auka gagnamagnið eða fá hraðahindrun út mánuðinn. Með hraðahindrun þá hægist á netinu en enginn auka kostnaður bætist við. Þegar gagnamagnið er að klárast sendum við SMS og tölvupóst þar sem hægt verður að velja að auka innifalið gagnamagn með einum smelli.
Ef heimilið er með Heimilispakka Símans er hægt að tífalda gagnamagnið í farsíma heimilisins án aukakostnaðar. Það er alltaf hægt að breyta gagnamagni og fylgjast með notkun í appinu, á þjónustuvefnum eða með því að heyra í okkur á netspjallinu á siminn.is eða í 8007000. Þessar breytingar taka gildi 1.janúar en ekki 1.desember eins og var tilkynnt á reikningi í október.
Hafið það bjart um jólin!