Panta
Nafn á þjónustu
Undirtexti á
Þjónustuvefnum.
Nafn
Kennitala
Netfang
Símanúmer
Heimilisfang
Skilaboð
Texti undir formi
Texti2 undir formi
Texti falinn
Ertu hjá Símanum?
Færslu/útskriftargjald bætist á reikning skv. verðskrá.
0
kr.
mán.
Takk fyrir!
Við munum hafa samband eins fljótt og unnt er.
Úps!
Eitthvað hefur farið úrskeiðis. Vinsamlegast endurhlaða síðu og reyndu aftur.
Fréttir
2019-09-26

Haustdagskráin í Sjónvarpi Símans Premium

Haustið er okkar uppáhalds tími

Haustdagskráin í Sjónvarpi Símans PremiumHaustdagskráin í Sjónvarpi Símans Premium

Haustið er okkar uppáhalds tími

Haustið er uppáhalds tími okkar sem að elskum sjónvarp. Þá byrjar ballið aftur eftir sumarleyfi, gamlir vinir kíkja aftur á skjáinn og nýir þættir bætast í hópinn. Það er af nógu að taka þegar kemur að nýju efni í Sjónvarpi Símans Premium þetta haustið, svo mikið efni er á leið inn að erfitt verður að gera því öllu skil hér, en við skulum stikla á stóru. Venjulegt fólk snýr aftur á skjáinn en fyrsta þáttaröðin sló í gegn í fyrra og sló allnokkur áhorfsmet í Sjónvarpi Símans Premium. Við tökum því fagnandi á móti nýjum þáttum af Venjulegu fólki, vonandi þið líka.

Bluff City Law eru flunkunýir þættir, lögfræðidrama með Jimmy Smits sem þekkir lögfræðiþætti betur en flestir enda langskólagengin lögfræðileikari eftir mörg ár í L.A Law hér um árið. Íslenskur leikari, Þorsteinn Sindri einnig þekktur sem Stony Blyden fer með eitt af stærstu hlutverkunum í þessum nýju þáttum.

Bluff City
Bluff City

Emergence er spennandi ný þáttaröð með Allison Tolman úr Fargo í aðalhlutverki. Þar leikur hún lögreglustjóra sem tekur að sér litla stelpu sem stendur ein eftir, minnislaus eftir slys.

Emergence
Emergence

Stumptown með Cobie Smulders (How I Met Your Mother) leikur einkaspæjara í hraðri og skemmtilegri nýrri þáttaröð sem er byggð á samnefndum bókaflokki sem einhverjir ættu að kannast við.

Stumptown
Stumptown

Margir segja að The Unicorn verði mögulega besti nýji gamanþáttur ársins, það kemur í ljós en væntingarnar eru miklar. Þættirnir fjalla um ekkil sem uppgötvar að hann veit ekkert hvernig á að ala upp dætur sínar tvær og er á engan hátt tilbúinn að fara á stefnumót.

The Unicorn
The Unicorn

Evil er ný mögnuð spennuþáttaröð um sálfræðing og prest sem skoða óleyst mál innan kirkjunnar sem jafnvel tengjast illum öndum og hinu yfirnáttúrulega. Hljómar eins og eitthvað!

Evil
Evil

Allir vinsælustu þættir síðasta sjónvarpsvetrar snúa aftur. This is Us, New Amsterdam, 9-1-1, Hawaii Five-O, Blue Bloods, Chicaco Med., A Million Little Things, FBI og The Resident snúa aftur, allt þættir sem hafa notið vinsælda í Sjónvarpi Símans Premium. Fullt af öðrum þáttum halda svo áfram ásamt því að sitthvað fleira kemur inn af nýju efni.

"
No items found.