Fréttir

Haustdagskráin í Sjónvarpi Símans Premium

Haustið er okkar uppáhalds tími

Panta Premium

Haustið er okkar uppáhalds tími

Haustið er uppáhalds tími okkar sem að elskum sjónvarp. Þá byrjar ballið aftur eftir sumarleyfi, gamlir vinir kíkja aftur á skjáinn og nýir þættir bætast í hópinn. Það er af nógu að taka þegar kemur að nýju efni í Sjónvarpi Símans Premium þetta haustið, svo mikið efni er á leið inn að erfitt verður að gera því öllu skil hér, en við skulum stikla á stóru. Venjulegt fólk snýr aftur á skjáinn en fyrsta þáttaröðin sló í gegn í fyrra og sló allnokkur áhorfsmet í Sjónvarpi Símans Premium. Við tökum því fagnandi á móti nýjum þáttum af Venjulegu fólki, vonandi þið líka.

Bluff City Law eru flunkunýir þættir, lögfræðidrama með Jimmy Smits sem þekkir lögfræðiþætti betur en flestir enda langskólagengin lögfræðileikari eftir mörg ár í L.A Law hér um árið. Íslenskur leikari, Þorsteinn Sindri einnig þekktur sem Stony Blyden fer með eitt af stærstu hlutverkunum í þessum nýju þáttum.

Bluff City
Bluff City

Emergence er spennandi ný þáttaröð með Allison Tolman úr Fargo í aðalhlutverki. Þar leikur hún lögreglustjóra sem tekur að sér litla stelpu sem stendur ein eftir, minnislaus eftir slys.

Emergence
Emergence

Stumptown með Cobie Smulders (How I Met Your Mother) leikur einkaspæjara í hraðri og skemmtilegri nýrri þáttaröð sem er byggð á samnefndum bókaflokki sem einhverjir ættu að kannast við.

Stumptown
Stumptown

Margir segja að The Unicorn verði mögulega besti nýji gamanþáttur ársins, það kemur í ljós en væntingarnar eru miklar. Þættirnir fjalla um ekkil sem uppgötvar að hann veit ekkert hvernig á að ala upp dætur sínar tvær og er á engan hátt tilbúinn að fara á stefnumót.

The Unicorn
The Unicorn

Evil er ný mögnuð spennuþáttaröð um sálfræðing og prest sem skoða óleyst mál innan kirkjunnar sem jafnvel tengjast illum öndum og hinu yfirnáttúrulega. Hljómar eins og eitthvað!

Evil
Evil

Allir vinsælustu þættir síðasta sjónvarpsvetrar snúa aftur. This is Us, New Amsterdam, 9-1-1, Hawaii Five-O, Blue Bloods, Chicaco Med., A Million Little Things, FBI og The Resident snúa aftur, allt þættir sem hafa notið vinsælda í Sjónvarpi Símans Premium. Fullt af öðrum þáttum halda svo áfram ásamt því að sitthvað fleira kemur inn af nýju efni.

"
Er nauðsynlegt að búa í heitu loftslagi og borða miðjarðarhafsmataræði til að ná háum aldri eða er hægt að tileinka sér lífsstíl og hætti sem stuðla að háum aldri og almennu heilbrigði óháð landfræðilegri staðsetningu?

Lík finnst í skógi nálægt Larvik í Noregi. Lögreglumaðurinn Wisting sem rannsakar hrottalegustu glæpi Noregs, er fenginn í málið. Sönnunargögn benda til bandarísks fjöldamorðingja sem hefur verið á flótta í 20 ár. Wisting fær liðsauka frá FBI en alríkislögreglukonan er leikin er af Carrie-Ann Moss sem sló í gegn í Matrix myndunum.

Wisting er ein stærsta sjónvarpsþáttaröð sem hefur komið frá Noregi og hefur hlotið gríðarlega góða dóma. Þættirnir eru byggðir á vinsælum bókum eftir Jørn Lier Horst. Öll þáttaröðin er komin í Sjónvarp Símans Premium. Sjáðu brot úr þáttunum hér.

No items found.

Love Island

Glæný þáttaröð af Love Island er hafin í Sjónvarpi Símans Premium.

Í þátt­un­um er fylgst með hópi af ein­stak­ling­um í af­skekktri glæsi­villu, sem para sig sam­an í leit að ást­inni. Love Island eru vinsælustu raunveruleikaþættir Bretlands og síðasta þáttaröð sló í gegn í Sjónvarpi Símans Premium. Það er glæný villa í Suður-Afríku sem keppendur koma til með að búa í næstu vikur þar sem þau eru mynduð allan sólahringinn. Þar keppast þau við að finna ástina, og vinna 50 þúsund punda verðlaunafé.

Fimm þættir koma inn í hverri viku og eru fyrstu þættirnir þegar komnir inn í Sjónvarp Símans Premium. Sjáðu brot úr þáttunum hér.

The Capture

The Capture er ein besta spennuþáttaröð BBC í áraraðir. Þættirnir eru fjalla um ungan hermann sem er sakaður um morð. Lögreglukona sem rannsakar málið kemst á snoðir um að ekki er allt með felldu og málið gæti verið hluti af stærra samsæri.  

Þáttaröðin hefur hlotið mjög góða dóma og er komin í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium. Sjáðu brot úr þáttunum hér.

The Bachelor

Flugmaðurinn og piparsveinninn Peter Weber leitar nú að ástinni í nýrri þáttaröð af The Bachelor. Peter eða Pilot Pete sló í gegn sem vonbiðill Hönnu Brown í síðustu þáttaröð af The Bachelorette. Nú er hópur af 30 konum sem keppa um hjarta piparsveinsins Peter. Hægt er að kynna sér keppendur nánar hér.

The Bachelor eru með vinsælustu þáttaröðunum í Sjónvarpi Símans Premium. Nýr þáttur bætist við í hverri viku eftir að hann er frumsýndur vestanhafs.

Lifum lengur - önnur þáttaröð

Helga Arnardóttir leitar út fyrir landsteinana við rannsókn á langlífi í annarri þáttaröð af Lifum lengur. Þetta eru vandaðir heimildarþættir um heilbrigt líferni þar sem Helga leitar svara við spurningunni "Hver er lykillinn að langlífi?". Hún heimsækir langlífustu svæði heims sem kallast Bláu svæðin. Þar lifir fólk oft til yfir hundrað ára aldurs og lífstílssjúkdómar eru sjaldgæfari.

Einnig er fjallað um langlífi á Íslandi sem er töluvert. Á Íslandi ná margir hundrað ára aldri þótt landið sé ekki á lista yfir langlífustu þjóðir heims. Lífstíll þeirra og þá helst níræðra og tíræðra er þó um margt líkur lífstíl langlífustu þjóða heims.

Öll þáttaröðin af Lifum lengur er í Sjónvarpi Símans Premium.

Tangled

Ævintýralegur flótti eða Tangled er Disney mynd frá 2010. Eftir að hafa fengið töframátt í gullið hár sitt var Garðabrúðu (Rapunzel) rænt úr höll sinni um miðja nótt af hinni göldróttu Mother Gothel og haldið fanginni í leynilegum turni.

Nú er Garðabrúða orðin unglingur og hár hennar meira en 20 metra langt. Hún hefur verið í turninum allt sitt líf og hún er orðin forvitin um heiminn. Einn daginn kemur þorparinn Flynn Rider að turninum og heillast af Garðabrúðu sem gerir samning við hann um að fylgja sér til staðarins þar sem ljósin skína svo skært, og hún sér á hverju ári á afmælisdeginum sínum. í kjölfarið tekur við spennandi ferðalag þeirra.

Tangled er komin í Sjónvarp Símans Premium.

Smelltu hér og pantaðu áskrift að Sjónvarpi Símans Premium