Þáttur 1
Líkamleg og andleg næring er grunnur alls
Næring barnshafandi konu er lykill að því að einstaklingur fæðist með réttu spilin á hendi til þess að geta átt eins heilbrigða framtíð og mögulegt er. Andlegi þáttur barnshafandi konu er ekki síður mikilvægur. Nærandi og uppbyggilegt samband við maka er þar einnig þungamiðja.
Þáttur 2
Sjúkleg streita
Konur eru stór hluti þeirra sem sækja sér aðstoðar vegna streitueinkenna en flestar upplifum við einhverja streitu í amstri dagsins enda stöndum við oft svokallaða þriðju vaktina. Streita í temmilegu magni er í fínu lagi en mikilvægt er að vera vakandi fyrir einkennum sjúklegrar streitu.
Þáttur 3
Hamingja úr lyfjaglasi
Íslenskar konur eru með þeim hamingjusömustu í heimi en nota svefnlyf í miklu meira magni en nágrannaþjóðirnar og nota einnig mikið af kvíðastillandi- og þunglyndislyfjum. Hvernig höndlum við konur hamingjuna og getur verið að hófleg áfengisdrykkja sé góð leið til að slaka á og endurnærast?
Þáttur 4
Lífsstíll og sjúkdómar
Konur á Íslandi eru sterkbyggðar og hraustar en þær eru líka í meirihluta of þungar út frá stöðluðum viðmiðum í samanburði við konur í öðrum löndum. Áföll, streita og sinnuleysi andlega þáttarins getur aukið líkur á líkamlegum kvillum sem valdið geta langvarandi heilsubresti.
Þáttur 5
Útlitsviðmið & virði
Passlegur hégómi er eðlilegasti hlutur í heimi en stundum fer samanburður út í öfgar og getur valdið því að við finnum ekki virðið okkar sem manneskju. Við ræðum m.a. við sálfræðing um líkamsvirðingu og húðlækni um aðgerðir, öfgarnar, kollagenið og hvað virkar best.
Þáttur 6
Kynheilbrigði út lífið
Við viljum eiga nærandi og gott samband við maka okkar, stunda heilbrigt kynlíf og tækla á þroskaðan hátt allar þær breytingar sem líkami okkar gengur í gegnum á heillri mannsævi. Hvernig þessu er best farið liggur ekki alltaf í augum uppi enda lífsferill konunnar nokkuð flókinn.
Þáttur 7
Vegferð að góðu ævikvöldi
Hver er gullna reglan sem leggur grunn að hamingjuríku og heilbrigðu ævikvöldi? Þetta er stór spurning sem þrjár þroskaðar og farsælar konur svara út frá eigin lífsreynslu. Sérfræðingarnir hjálpa okkur líka til að komast að niðurstöðu.
Þáttaröðin kemur í heild sinni í Sjónvarp Símans Premium fimmtudaginn 21. október